Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Hlýindi, met og sögulegar hitatölur 2025
Mynd / Paolo Chiabrando
Fréttir 29. ágúst 2025

Hlýindi, met og sögulegar hitatölur 2025

Höfundur: Þröstur Helgason

Árið 2025 hefur þegar skráð sig í sögubækurnar sem eitt það hlýjasta sem mælst hefur á Íslandi og ný met hafa verið sett bæði í einstökum mánuðum og á landsvísu.

Árið 2025 hefur hingað til einkennst af sögulegum hlýindum og nýjum hitametum, segir í tilkynningu frá Veðurstofunni. Maí var sá hlýjasti frá upphafi mælinga með tíu daga hitabylgju og nýtt landsmet, 26,6°C á Egilsstaðaflugvelli.

Vorið var jafnframt það hlýjasta sem skráð hefur verið og júlí jafnaði metið frá 1933 sem hlýjasti júlí á landsvísu. Í ágúst mældist 29,8°C á Egilsstaðaflugvelli. Eldra metið, 29,4 stig á Hallormsstað, hafði staðið frá árinu 2021. Þetta er jafnframt hæsti hiti sem mælst hefur á sjálfvirkri veðurstöð á Íslandi og hæsti hiti sem skráður hefur verið í landinu frá árinu 1946, þegar hitinn fór í 30,0 stig á Hallormsstað. Fyrstu sjö mánuðir ársins í Stykkishólmi voru þeir hlýjustu í 180 ára sögu mælinga þar í bæ.

Kristín Björg Ólafsdóttir, sérfræðingur á sviði veðurfarsrannsókna á Veðurstofunni segir í grein um hlýindin að greining sem unnin var af alþjóðlegum vísindahópi (World Weather Attribution), með þátttöku Veðurstofu Íslands, sýnir að loftslagsbreytingar af mannavöldum hafi gert hitabylgjuna í maí allt að fjörutíu sinnum líklegri en ella og að hún hafi orðið að meðaltali um þrjár gráður heitari. „Áður voru slíkir atburðir svo sjaldgæfir að endurkomutíminn var talinn lengri en byggðarsaga Íslands nær yfir, en við núverandi loftslag er líklegt að svipuð hitabylgja geti átt sér stað að jafnaði einu sinni á hundrað ára fresti. Ef hnattræn hlýnun heldur áfram og nær 2,6°C á þessari öld er talið að atburðir sem þessir geti orðið að minnsta kosti tvöfalt algengari og að meðaltali enn heitari en nú.“

Helstu tíðindi:

Hlýjasti maí á landsvísu og á langflestum veðurstöðvum frá upphafi mælinga. 

  • Hlýjasta vor (apríl og maí) sem skráð hefur verið á landsvísu. 
  • Hlýjasti júlí á landsvísu frá upphafi mælinga, ásamt júlí 1933 sem var jafnhlýr. 
  • Nýtt landsmet í maí: 26,6 stig á Egilsstaðaflugvelli 15. maí. 
  • Nýtt landsmet í ágúst: 29,8 stig á Egilsstaðaflugvelli 16. ágúst. 
  • Hlýjustu fyrstu sjö mánuðir ársins í Stykkishólmi á 180 ára sögu mælinga.
Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar
Fréttir 15. desember 2025

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar

Út eru komnar þrjár bækur um verk Gunnars Bjarnasonar húsasmíðameistara sem smíð...

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...