Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Bergljót Þorsteinsdóttir og Ingvar Ketilsson reka fyrirmyndarbúskap á Halldórsstöðum 2 í Bárðardal.
Bergljót Þorsteinsdóttir og Ingvar Ketilsson reka fyrirmyndarbúskap á Halldórsstöðum 2 í Bárðardal.
Fréttir 9. desember 2015

Hjónin á Halldórsstöðum 2 hlutu viðurkenningu

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Bændagleði Búnaðarsambands Suður-Þingeyinga var haldin í Kiðagili í Bárðardal nýlega. 
Boðið var upp á mikil og góð skemmtiatriði eins og t.d. sveitasvarið sívinsæla og „kúadóma“ sem fóru fram í bundnu máli hagyrðinga úr héraði.
 
Hógværð, snyrtimennska og sátt við umhverfið
 
Viðurkenningin Þingeyski bóndinn var afhent á Bændagleðinni í þriðja sinn og urðu hjónin Bergljót Þorsteinsdóttir og Ingvar Ketilsson fyrir valinu að þessu sinni, en þau reka fyrirmyndarbúskap að Halldórsstöðum 2 í Bárðardal. Einkunnarorð viðurkenningarinnar Þingeyski bóndinn eru hógværð, snyrtimennska og sátt við umhverfið. Þau fengu viðurkenningarskjal og málverk eftir Lilju Björk Þuríðardóttur sem málað er á meira en 100 ára gamla veggþilju úr húsinu á Stóruvöllum í Bárðardal.
 
Styrktaraðilar Bændagleðinnar voru Norðlenska, MS, N1 og Bústólpi sem buðu m.a. upp á gómsætan veislumat framreiddan af starfsfólki Kiðagils sem rann ljúflega ofan í gesti sem voru fjölmargir.Að lokinni skemmtidagskrá upp úr miðnætti var slegið upp dansleik og dansað fram eftir nóttu.
Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...

Vanræksla kærð til lögreglunnar
Fréttir 30. apríl 2024

Vanræksla kærð til lögreglunnar

Matvælastofnun tilkynnti þann 9. apríl sl. að stofnunin hefði kært til lögreglu ...