Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Herbergjum fjölgað á Hótel Sögu
Fréttir 19. ágúst 2015

Herbergjum fjölgað á Hótel Sögu

Nú standa fyrir dyrum breytingar á Hótel Sögu þar sem herbergjum verður fjölgað og skrifstofur hótels­ins færðar til innan hússins. Þá er fyrirhugað að efla viðhald og endurbætur á fasteigninni á komandi misserum og breyta rekstrar­fyrirkomulagi Hótel Sögu ehf. 
 
Starfsmönnum hússins voru á dög­unum kynntar fyrirætlanir um að skipta félaginu Hótel Sögu ehf. upp í fasteignafélag og rekstrarfélag. Ingibjörg Ólafsdóttir verður áfram hótelstjóri Hótel Sögu og framkvæmdastjóri rekstrarfélagsins Hótel Sögu ehf. sem annast sem fyrr allan hótel- og veitingarekstur í húsinu. Elías Blöndal Guðjóns­son, lögfræðingur Bændasamtaka Íslands, verður framkvæmdastjóri fasteignafélagsins Bænda­hall­ar­inn­ar ehf. Skrifstofur hótelsins, sem nú eru í austurhluta norðurbygg­ing­ar Bænda­hallarinnar, verða færðar inn á skrifstofugang Bændasam­tak­anna. Lífeyrissjóði bænda og bú­greina­félögum stendur jafn­framt til boða annað skrifstofupláss í hús­inu. Í framhaldinu verður allri norður­byggingu Bændahallarinnar breytt í hótelherbergi eins og lengi hefur til staðið. Þá verður útbúin ný sameiginleg matstofa starfsmanna í Bændahöllinni í gamla Búnaðar­þingssalnum á 2. hæð. Við þessar breytingar fjölgar herbergjum um allt að 27 og gert er ráð fyrir að þau verði tilbúin til notkunar í byrjun sumars 2016.
 
Á næstu mánuðum og árum verð­­ur að auki ráðist í umtalsverðar endurbætur á hótelinu, m.a. verða herbergi gerð upp, veitingarými verða endurhönnuð og svæðum fyrir verslun og þjónustu fjölgað. Að sögn eigenda hefur rekstur Hótels Sögu gengið mjög vel undanfarið og nýtingin aukist á milli ára, sérstaklega utan háannar. Nú er því stefnt að enn frekari uppbyggingu að sögn eigenda.

Skylt efni: Hótel Saga | Bændahöllin

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...

Steypan í Þverárrétt rannsökuð
Fréttir 13. maí 2024

Steypan í Þverárrétt rannsökuð

Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir framkvæmdi rannsókn á gæðum steypunnar sem notuð v...

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...