Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Gísli Hauksson, ánægður með smíði dóttur sinnar, Gunnhildar.
Gísli Hauksson, ánægður með smíði dóttur sinnar, Gunnhildar.
Mynd / Axel Þórisson
Fréttir 8. júlí 2024

Heimasmíðuð heyskafa

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Á bænum Stóru-Reykjum í Flóa hefur verið tekin í notkun heimasmíðuð heyskafa.

Hún er notuð á liðléttinginn á bænum. Skafan er v-laga og smíðuð í þeim tilgangi að hreinsa fóðurgangana sem eykur vinnuhagræði mikið í fjósavinnunni. „Dóttir mín, Gunnhildur, smíðaði þetta í bútækninámi sínu á Hvanneyri, en við feðginin hönnuðum þetta saman,“ segir bóndinn Gísli Hauksson. „Það er auðvelt að grípa sköfuna á liðléttingnum, enda eru engar slöngur eða tengingar. Þegar heyið er orðið moðað er hægt að ýta því beint upp í traktorsskófluna – það þarf því aldrei að moka neinu heyi.“

„Þetta er svo einfalt og rosalega vinnusparandi,“ heldur Gísli áfram en hann er með 70 kúa fjós auk geldneyta. „Fóðurgangarnir eru langir hjá mér og það er hægt að sópa þessu upp í einni ferð með þessu tæki.“

Gísli segir að þeir sem hafi séð hvernig tólið virki séu mjög hrifnir af því, en verst þó allra fregna þegar hann er spurður um mögulega fjöldaframleiðslu.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...