Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Þröstur Heiðar Erlingsson í kjötvinnslunni í Birkihlíð, einn af sauðfjárbændunum í aðgerðarhópi um heimaslátrun. 
Þröstur Heiðar Erlingsson í kjötvinnslunni í Birkihlíð, einn af sauðfjárbændunum í aðgerðarhópi um heimaslátrun. 
Mynd / Þórkatla Björt Sumarrós Þrastardóttir
Fréttir 11. mars 2021

Heimaslátrun og markaðssetning heimil næsta haust

Höfundur: smh

Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra upplýsti það á fundi með aðgerðahópi sauðfjárbænda um heimaslátrun þann 25. febrúar að hann stefni á að heimila sauðfjárslátrun heima á bæjum til markaðssetningar næsta haust.

Þetta tilkynnti ráðherra í kjölfar þess að skýrsla um tilraunaverkefni um heimaslátrun á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins (ANR) var skilað 1. febrúar. Fjallar skýrslan um verkefni sem stóð yfir í síðustu sláturtíð. Markmið þess var meðal annars að leita leiða til að auðvelda bændum sauðfjárslátrun heima til markaðssetningar, með það fyrir augum að auka möguleika sauðfjárbænda til verðmætasköpunar.

Átakið kynnt í mars

Í svari ANR við fyrirspurn um hvort það geti staðfest að stefnt sé að því að heimila heimaslátrun sauðfjár og markaðssetningu afurðanna næsta haust, er einungis vísað til fréttatilkynningar ráðuneytisins um aðgerðaáætlun til eflingar íslensks landbúnaðar 17. febrúar. Þar kom fram að meðal aðgerða í mars verði að kynna átak til að ýta undir möguleika bænda til að framleiða og selja afurðir beint frá býli til að styrkja verðmætasköpun og afkomu þeirra fyrir næstu sláturtíð. Með þeirri aðgerð verði stuðlað að frekari fullvinnslu, vöruþróun, varðveislu verkþekkingar og menningararfs við vinnslu matvæla. Tilgangurinn sé að auðvelda landbúnaðinum að nýta betur tækifærin sem í því geta falist. 

Í tilkynningunni kemur fram að fjármagn til að hrinda átakinu í framkvæmd sé tryggt.

Sjá nánar á bls. 26-27 í nýju Bændablaði

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...

Vanræksla kærð til lögreglunnar
Fréttir 30. apríl 2024

Vanræksla kærð til lögreglunnar

Matvælastofnun tilkynnti þann 9. apríl sl. að stofnunin hefði kært til lögreglu ...

Kjötmjöl verði skilgreint sem áburður en ekki aukaafurð dýra
Fréttir 30. apríl 2024

Kjötmjöl verði skilgreint sem áburður en ekki aukaafurð dýra

Orkugerðin ehf. í Flóanum stefnir að því innan fárra mánaða að breyta framleiðsl...

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður
Fréttir 29. apríl 2024

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður

Breytingar hafa orðið á stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins.

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...