Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Sigurður Ingi Jóhannsson sam­göngu- og sveitarstjórnar­ráð­herra þegar hann kynnti árangurinn af landsátakinu „Ísland ljóstengt“ á kynningarfundi í ráðuneytinu.
Sigurður Ingi Jóhannsson sam­göngu- og sveitarstjórnar­ráð­herra þegar hann kynnti árangurinn af landsátakinu „Ísland ljóstengt“ á kynningarfundi í ráðuneytinu.
Fréttir 1. júní 2021

Hefur bylt forsendum búsetu og atvinnu í sveitum landsins

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnar­ráð­herra, kynnti á dögunum árang­ur og samfélagslegan ávinn­ing af landsátakinu „Ísland ljós­tengt“ á kynningarfundi í ráðu­neytinu.

Þar var einnig kynnt ný skýrsla um verkefnið, sem leiðir í ljós að betri fjarskiptatengingar hafa bætt lífsgæði íbúa á landsbyggðinni og aukið byggðafestu og atvinnuöryggi. Landsátakinu „Ísland ljóstengt“ lýkur á þessu ári, en síðustu styrktarsamningar Fjarskiptasjóðs við sveitarfélög um ljósleiðarauppbyggingu í dreifbýli utan markaðssvæða voru undirritaðir í lok síðasta mánaðar.

Alls hafa 57 sveitarfélög hlotið styrki til að tengja um 6.200 styrkhæfa staði með ljósleiðara frá því að verkefnið hófst árið 2016 en á þeim tíma hefur ríkið lagt 3.350 milljónir króna til verkefnisins. Í fréttatilkynningu um verkefnið kemur fram að verkefnið hefur staðist áætlanir um kostnað og tíma þrátt fyrir um 60% aukningu á umfangi.

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...

Steypan í Þverárrétt rannsökuð
Fréttir 13. maí 2024

Steypan í Þverárrétt rannsökuð

Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir framkvæmdi rannsókn á gæðum steypunnar sem notuð v...

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...