Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Hækkun afurðaverðs til sauðfjárbænda enn langt frá viðmiðunarverði LS
Mynd / Bbl
Fréttir 16. ágúst 2021

Hækkun afurðaverðs til sauðfjárbænda enn langt frá viðmiðunarverði LS

Höfundur: smh

Nú hafa allir sláturleyfishafar nema Fjallalamb birt verðskrár sínar fyrir sauðfjárafurðir haustið 2021. Landsmeðaltal fyrir dilka hækkar um 4,9 prósent á reiknað afurðaverð frá síðustu sláturtíð og er komið í 529 krónur á hvert kíló.

Kaupfélag Skagfirðinga og Sláturhús KVH gáfu út sína sameiginlegu verðskrá á dögunum. Samkvæmt gögnum frá Unnsteini Snorra Snorrasyni, ábyrgðarmanni sauðfjárræktar hjá Bændasamtökum Íslands, er hækkunin þar mest á reiknað afurðaverð frá síðustu verðskrá, eða 6,3 prósent fyrir hvert kíló dilka. 

Áður hafði Sláturfélag Vopn­firðinga (SV) gefið út verðskrá, þar sem hækkunin var 5,9 prósent. Í sameiginlegri verðskrá frá Norðlenska og SAH afurðum er hækkunin 5,7 prósent að meðaltali fyrir dilka miðað við reiknað afurðaverð Norðlenska í síðustu sláturtíð, en 5,3 prósent miðað við SAH afurðir. Sláturfélag Suðurlands var fyrst til að birta afurðaverð og þar er hækkunin á reiknuðu afurðaverði 3,6 prósent.

Nær launalausir sauðfjárbændur enn eitt árið

Unnsteinn skrifaði í síðasta Bændablað um stöðu og horfur fyrir afurðaverð til sauðfjárbænda árið 2021. Þar segir hann ljóst að sú leiðrétting sem sauðfjárbændur hafi kallað eftir muni ekki nást fram. „Sauðfjárbændur munu að óbreyttu standa eftir nær launalausir enn eitt árið. Landssamtök sauðfjárbænda settu fram viðmiðunarverð til tveggja ára síðastliðið haust.  Þar var gert ráð fyrir því að afurðaverð haustið 2020 yrði 600 kr/kg og haustið 2021 færi verðið upp í 700 kr/kg. Þetta verð var sett fram sem hófleg krafa og horft til þess að nú í haust væri búið að vinna að fullu til baka 40% verðfall sem varð 2016-2017,“ skrifar hann.

Hann bendir á nauðsyn þess að vinnu verði haldið áfram í samstarfi stjórnvalda við sláturleyfishafa við mótun tillagna að aðgerðum sem geta skapað forsendur fyrir aukinni hagræðingu við slátrun og vinnslu. Mikilvægt sé að ljúka þeirri vinnu sem fyrst, því samanburður við sláturkostnað erlendis sýni að með aukinni hagræðingu megi ná fram verulegum ávinningi.

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...

Vanræksla kærð til lögreglunnar
Fréttir 30. apríl 2024

Vanræksla kærð til lögreglunnar

Matvælastofnun tilkynnti þann 9. apríl sl. að stofnunin hefði kært til lögreglu ...