Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Grísir í garðinum
Fréttir 12. apríl 2018

Grísir í garðinum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Síðustu ár hefur færst í vöxt að bændur og aðrir einstaklingar kaupi einstaka svín til að ala sjálfir, sérstaklega yfir sumartímann.

Matvælastofnun hefur gefið út leiðbeiningar fyrir þá sem hafa hugsað sér að kaupa grísi þar sem dregin eru fram helstu atriði sem hafa þarf í huga.

Í leiðbeiningunum er farið yfir þær kröfur sem gerðar eru varðandi aðbúnað og velferð dýra og mikilvægi þess að afla sér grunnþekkingar á þörfum og umönnun svína. Ef eigendur hafa í hyggju að selja afurðir svína sinna þurfa þeir jafnframt að kynna sér þær reglur sem gilda um matvælaframleiðslu.

Við svínahald þarf einnig að huga að smitvörnum. Svín geta borið með sér smit, einkum salmonellusmit, og þurfa kaupendur grísa að kynna sér stöðu þess bús sem keypt er frá. Mikilvægt er að fólk geri sér grein fyrir að bannað er að gefa svínum dýraafurðir  (mjólk og egg undanskilin) og eldhúsúrgang sem inniheldur dýraafurðir eða hefur komist í snertingu við dýraafurðir. Fóðrun svína með dýraafurðum eða eldhúsúrgangi getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér enda talin vera ein helsta smitleið alvarlegra smitsjúkdóma í svín.

Leiðbeiningar Matvælastofnunar um kaup á lifandi grísum
 

Skylt efni: Mast | grís | Svín | heimaeldi

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...