Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Góð berjaspretta á Norðurlandi
Fréttir 30. ágúst 2017

Góð berjaspretta á Norðurlandi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Allt bendir til góðrar berjasprettu á Norðurlandi ef ekki gerir frost næstu vikurnar. Sprettan  sunnan- og vestanlands er minni. Að Völlum í Svarfaðardal er berjum pakkað til sölu og búin til úr þeim sulta, saft og vín.

Bjarni Óskarsson á Völlum í Svarfaðardal, sem oftast er kenndur við veitingahúsið Nings, hefur um nokkurra ára skeið ræktað ber auk þess sem hann kaupir villt ber og pakkar þeim og selur til verslana.

Lítur vel út

„Berjasprettan lítur ágætlega út fyrir norðan og við erum byrjuð að pakka og senda ber til verslana. Þetta eru bæði krækiber og aðalbláber og sprettan hefur verið góð til þessa.“

Bjarni segir erfitt að segja hvernig sprettan komi til með að vera í ár miðað við undangengin ár. „Hún byrjaði vel og það komu prýðisgóð ber en svo þarf ekki nema eitt næturfrost til að eyðileggja allt. Maður veit því aldrei hvernig staðan er fyrr en á endanum. Þetta lítur ágætlega út eins og er.
Það eru líka að koma sólber á runnana á sólberjaakrinum hér á Völlum.“

Minna af berjum sunnan- og vestanlands

„Ég hef heyrt að það sé minna af berjum sunnan- og vestanlands en hér fyrir norðan. Berin fyrir sunnan geta líka verið seinna á ferðinni vegna rigninga og svo er örugglega hægt að finna góð berjalönd fyrir vestan án þess að ég viti það fyrir víst.“

Verslar með ber

Bjarni kaupir mikið af berjum af fólki sem tínir þau og er magnið nokkur hundruð kíló eða í tonnum talið á ári eftir framboði.

„Duglegasta fólkið sem safnar berjum og selur okkur eru taílenskar konur sem búa á Dalvík, það eru helst þær sem nenna að tína og það eru þær sem sjá mér fyrir mest af berjum.

Markaður fyrir ber er góður og að mínu mati eigum við að nýta ber mun meira en við gerum í dag.“

Auk þess að selja ber í verslanir vinnur Bjarni ber í sultur og saft sem hann selur í versluninni að Völlum. Í versluninni er einnig hægt að fá reykta osta, bleikju, lax og makríl. „Ég bý líka til berjavín til eigin nota og til að bjóða gestum.“

Skylt efni: ber | berjaspretta | Norðurland

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...