Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Lúpína, Landgræðslan
Lúpína, Landgræðslan
Fréttir 12. mars 2018

Gamlir lúpínuakrar til leigu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Áhugi fyrir að brjóta nýtt land til ræktunar hefur aukist hér á landi. Í eigu Landgræðslu Íslands er land sem hæglega er hægt að nota í þessum tilgangi og því hefur Landgræðslan ákveðið að leigja óbrotið land til ræktunar í Gunnarsholti í Rangárþingi ytra.

Reynir Þorsteinsson, deildarstjóri framkvæmdadeildar Landgræðslunnar, segir á heimasíðu Landgræðslunnar að auðvelt sé að koma við stórum vinnuvélum á þessum svæðum sem eru slétt og víðfeðm. „Um er að ræða gamla lúpínuakra sem hættir eru að þjóna tilgangi sínum en eru hentugir til annars konar ræktunar svo sem fyrir korn eða tún. Í Gunnarsholti eru tugir hektara, þar sem áður voru lúpínuakrar, komnir í korn eða túnrækt.“

Leiguverð er samkvæmt gjaldskrá Landgræðslunnar. Umsóknir skal senda á netfangið reynir@land.is og er umsóknarfrestur til 10. apríl næstkomandi. Nánari upplýsingar veitir Reynir í síma 892-1347. Einnig getur fólk sent fyrirspurnir á netfangið reynir@land.is.

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...