Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Lúpína, Landgræðslan
Lúpína, Landgræðslan
Fréttir 12. mars 2018

Gamlir lúpínuakrar til leigu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Áhugi fyrir að brjóta nýtt land til ræktunar hefur aukist hér á landi. Í eigu Landgræðslu Íslands er land sem hæglega er hægt að nota í þessum tilgangi og því hefur Landgræðslan ákveðið að leigja óbrotið land til ræktunar í Gunnarsholti í Rangárþingi ytra.

Reynir Þorsteinsson, deildarstjóri framkvæmdadeildar Landgræðslunnar, segir á heimasíðu Landgræðslunnar að auðvelt sé að koma við stórum vinnuvélum á þessum svæðum sem eru slétt og víðfeðm. „Um er að ræða gamla lúpínuakra sem hættir eru að þjóna tilgangi sínum en eru hentugir til annars konar ræktunar svo sem fyrir korn eða tún. Í Gunnarsholti eru tugir hektara, þar sem áður voru lúpínuakrar, komnir í korn eða túnrækt.“

Leiguverð er samkvæmt gjaldskrá Landgræðslunnar. Umsóknir skal senda á netfangið reynir@land.is og er umsóknarfrestur til 10. apríl næstkomandi. Nánari upplýsingar veitir Reynir í síma 892-1347. Einnig getur fólk sent fyrirspurnir á netfangið reynir@land.is.

Fæðuöryggi byggir á alþjóðaviðskiptum
Fréttir 5. desember 2025

Fæðuöryggi byggir á alþjóðaviðskiptum

Torfi Jóhannesson, ráðgjafi hjá Nordic Insights, er höfundur skýrslu um neyðarbi...

Matvæli hluti af þjóðaröryggi
Fréttir 5. desember 2025

Matvæli hluti af þjóðaröryggi

Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands skilaði fyrir skemmstu af sér til...

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...