Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Fyrstu verðskrár birtar
Fréttir 13. ágúst 2014

Fyrstu verðskrár birtar

Höfundur: Freyr Rögnvaldsson

Sauðfjárslátrun hófst hjá sláturhúsi KVH á Hvammstanga síðastliðinn mánudag. Á sjöunda hundrað fjár var þá slátrað til að útvega kjöt í sendingar til Whole Foods verslananna í Bandaríkjunum. Áfram verður slátrað næstu tvo mánudaga á Hvammstanga en regluleg slátrun hefst þar í fyrstu viku september.

Þá gaf SKVH út verðskrá í gær fyrir slátrun haustsins. Fljótt á litið virðist verðskráin vera óbreytt frá fyrra ári að viðbættri þeirri 15 króna uppbót á kíló sem SKVH og KS greiddu út fyrr á þessu ári. Verðskráin mun einnig gilda fyrir KS en þar hefst slátrun í fyrstu viku septetmber.

Aðrir sláturleyfishafar hafa ekki gefið út verðskrár en búast má við þeim öllum um eða eftir helgi. Í samtölum við forsvarsmenn sláturleyfishafa kemur fram að reikna má með því að verðskrár verði á svipuðu róli og sú sem SKVH kynnti í gær. Flestir hinna sláturleyfishafanna munu hefja slátrun strax upp úr mánaðamótum utan SS sem hyggjast slátra 20. ágúst, 27. ágúst, 3. og 4. september og hefja svo reglulega slátrun 10. september.

Hér má nálgast verðskrá SKVH og KS.

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f