Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Fyrsta úthlutun úr Matvælasjóði
Fréttir 15. desember 2020

Fyrsta úthlutun úr Matvælasjóði

Höfundur: smh

Bein útsending verður frá fyrstu úthlutun úr Matvælasjóði á morgun miðvikudag klukkan 09:30. Stofnfé sjóðsins nemur 500 milljónum króna sem verða nú til úthlutunar, en 263 umsóknir bárust í alla fjóra styrkjaflokkana.

Matvælasjóður verður til með sameiningu Framleiðnisjóðs landbúnaðarins og AVS-rannsóknarsjóðs í sjávarútvegi. 

Hægt verður að fylgjast með útsendingunni frá úthlutuninni í gegnum vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins:

Beint streymi

Fjórir styrkjaflokkar

Styrkjaflokkarnir nefnast Kelda, Afurð, Bára og Fjársjóður.

  • Kelda styrkir rannsóknaverkefni sem miða að því að skapa nýja þekkingu. 
  • Afurð styrkir verkefni sem komin eru af hugmyndastigi en eru þó ekki tilbúin til markaðssetningar, en leiða af sér afurð. 
  • Bára styrkir verkefni á hugmyndastigi. Styrkur úr Báru fleytir hugmynd yfir í verkefni. 
  • Fjársjóður styrkir sókn á markað. Fjársjóður er samansafn verðmætra hluta og styrkir fyrirtæki til að koma sínum verðmætum á framfæri. 

Hluti af öðrum aðgerðarpakka vegna COVID-19

Unnið var að stofnun sjóðsins á síðasta ári en þeirri vinnu flýtt til að bregðast við áhrifum COVID-19.  Var frumvarp um sjóðinn lagt fram á Alþingi í apríl síðastliðnum sem hluti af öðrum áfanga aðgerða til að skapa efnahagslega viðspyrnu við ástandinu.

Stjórn Matvælasjóð skipa þau Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, Gréta María Grétarsdóttir, formaður stjórnar, Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, og Karl Frímannsson, sviðsstjóri fræðslusviðs Akureyrarkaupstaðar.

Skylt efni: matvælasjóður

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f