Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Unnur Gunnarsdóttir var að vonum ánægð með að komast í nýja íbúð með dætur sínar tvær. Helga Sveinbjörnsdóttir byggingarfulltrúi afhenti lyklana fyrir hönd Leiguíbúða Þingeyjarsveitar hses.
Unnur Gunnarsdóttir var að vonum ánægð með að komast í nýja íbúð með dætur sínar tvær. Helga Sveinbjörnsdóttir byggingarfulltrúi afhenti lyklana fyrir hönd Leiguíbúða Þingeyjarsveitar hses.
Fréttir 14. júlí 2021

Fyrsta íbúðin utan höfuðborgarsvæðis sem fær Svansvottun

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Nýbygging á Melgötu 6a og 6b, á vegum Leiguíbúða Þingeyjar­sveitar hses. fékk Svansvottun við formlega athöfn fyrir skemmstu. Umhverfisráðherra, Guð­mund­ur Ingi Guðbrandsson, afhenti Árna Grétari Árnasyni, framkvæmdastjóra Faktabygg Ísland, Svansvottunina. Um er að ræða fyrstu nýbygginguna utan höfuðborgarsvæðisins sem hlýtur Svansvottun. Parhúsíbúðirnar við Melgötu 6a og 6b eru Svansvottaðar og eru hvor um sig 80 m2 með tveimur svefnherbergjum, eldhúsi og stofu í sama rými, forstofu og geymslu. Ísskápur og uppþvottavél fylgja með. FaktaBygg Ísland ehf. sá um framkvæmdina fyrir Leiguíbúðir Þingeyjarsveitar hses. og eru íbúðirnar nú tilbúnar til útleigu en lóða­frágangi lýkur í sumar. Fyrsti leigjandinn hefur fengið lykla að íbúðinni afhenta. Leiguíbúðir Þingeyjarsveitar hses. áforma að byggja sams konar parhús við Víðigerði í Aðal­dal og kaupa tvær 67 m2 íbúðir í nýbyggingu sem verður reist á Lautavegi á Laugum í sumar. Samtals verða þetta því sex íbúðir til útleigu á vegum félagsins sem er hrein viðbót leiguíbúða í sveitar­félaginu.

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...

Vanræksla kærð til lögreglunnar
Fréttir 30. apríl 2024

Vanræksla kærð til lögreglunnar

Matvælastofnun tilkynnti þann 9. apríl sl. að stofnunin hefði kært til lögreglu ...

Kjötmjöl verði skilgreint sem áburður en ekki aukaafurð dýra
Fréttir 30. apríl 2024

Kjötmjöl verði skilgreint sem áburður en ekki aukaafurð dýra

Orkugerðin ehf. í Flóanum stefnir að því innan fárra mánaða að breyta framleiðsl...

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður
Fréttir 29. apríl 2024

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður

Breytingar hafa orðið á stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins.

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...