Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Fimm tegundir hafa snúið aftur
Fréttir 27. mars 2019

Fimm tegundir hafa snúið aftur

Höfundur: Vilmundur Hansen

Dýr sem talin hafa verið útdauð finnast öðru hverju. Sum dýranna hafa verið talin útdauð í milljónir ára. Meðal þessara dýra eru hyrndur froskur og tegund villihunda.

Fyrr í þessum mánuði fann líffræðingur sem var að störfum í regnskógi í Suður-Ameríku sérkennilegan hyrndan frosk sem kominn var á skrá yfir útdauð dýr vegna skógareyðingar.

Á síðasta ári römbuðu menn á skjaldbökutegund sem ekki hefur sést í rúma öld. Um var að ræða eitt kvendýr sem flutt hefur verið á afdrep fyrir skjaldbökur í von um að það finnist fyrir hana maki.

Árið 1938 veiddist fiskur út af strönd Suður-Afríku sem talið var að hefði dáið fyrir 65 milljónum ára. Við nánari leit fundust fleiri slíkir fiskar, sem ná allt að tveggja metra lengd, á svipuðum slóðum.

Náttúruverndarsinnar óttast að tegundinni sé veruleg hætta búin vegna væntanlegrar olíuleitar út af ströndum S-Afríku.

Fyrir tveimur árum fannst hópur af villtum hundum í Indónesíu en tegundin hefur verið talin útdauð í meira en hálfa öld. Talið er að hundarnir séu síðust leifa af frumstæðustu tegund hunda sem til er í heiminum.

Skömmu eftir síðustu aldamót fannst eðlutegund, eða skinka, sem lengi hafði verið talin útdauð. Skinkan fannst ekki á Selfossi eins og margir gætu haldið heldur í Nýju Kaledóníu. Talsvert hefur fundist af einstaklingum af tegundinni síðan þá

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...