Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Framsóknarflokkurinn vill bann við innflutningi á hráu kjöti, ógerilsneyddri mjólk og eggjum
Fréttir 22. mars 2018

Framsóknarflokkurinn vill bann við innflutningi á hráu kjöti, ógerilsneyddri mjólk og eggjum

Höfundur: Vilmundur Hansen

„Í ljósi dóms EFTA-dómstólsins um innflutning á hráu kjöti, ógerilsneyddum mjólkurvörum og eggjum er ljóst að vegið er að íslenskum búfjárstofnum og lýðheilsu Íslendinga,“ segir í ályktun Framsóknarflokksins á nýliðnu flokksþingi.

Flokkurinn vill að bann við innflutningi á hráu kjöti, ógerilsneyddri mjólk og eggjum verði áfram tryggt í íslenskum lögum.

Í ályktun Sjálfstæðisflokksins á nýloknum landsfundi segir að tryggja skuli að innflutningur hrárra landbúnaðarafurða feli ekki í sér sýkingarhættu fyrir innlenda bústofna.

Samkvæmt ályktun Framsóknar­flokksins telur flokkurinn að sjálfbær þróun verði ætíð að vera leiðarstef í allri atvinnustarfsemi sem byggir á nýtingu náttúruauðlinda.

Innflutningur má ekki fela í sér sýkingarhættu

Í ályktun Sjálfstæðisflokksins um landbúnaðarmál kvað við örlítið annan tón þar sem segir: „Tryggja skal að innflutningur hrárra landbúnaðarafurða feli ekki í sér sýkingarhættu fyrir innlenda bústofna“
Þá segir að gera verði sömu kröfur til framleiðslu innfluttra búvara og gerðar eru til innlendrar framleiðslu.

Jafnframt kemur fram í ályktun Sjálfstæðismanna að tryggja þurfi heilbrigða samkeppni með landbúnaðarvörur, þá sérstaklega mjólkurvörur, með það að markmiði að auka vöruúrval og bæta hag neytenda. 

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...