Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Íslenskt vaðmál úr smiðju Herrafataverzlunar Kormáks & Skjaldar.
Íslenskt vaðmál úr smiðju Herrafataverzlunar Kormáks & Skjaldar.
Mynd / smh
Fréttir 17. nóvember 2020

Framleiðsla undir vörumerkinu „Icelandic Tweed“ komin á fullt

Höfundur: smh

Herrafataverzlun Kormáks & Skjaldar kynnti nýja vörulínu síðastliðið vor, þar sem hráefnið var íslenskt vaðmál. Jakkaföt, vesti og sixpensarar var þá markaðssett undir vörumerkinu  „Icelandic Tweed“. Nú er þessi fatnaður kominn í stöðuga framleiðslu og má því segja að í fyrsta skipti í tæp 50 ár sé nú stöðug framleiðsla á íslensku vaðmáli til framleiðslu á fatnaði.

Gunnar Hilmarsson, yfirhönnuður hjá framleiðsludeild Kormáks & Skjaldar og umsjónarmaður  vaðmálsframleiðslunnar, segir að nú sé allt farið á fullt í framleiðslunni. „Bæði erum við að framleiða flíkur og fygihluti en einnig seljum við efni í metravís með fókus á áklæði fyrir húsgögn. Við erum einmitt með afurðirnar á sýningunni 100% Ull á Hönnunarsafninu,“ segir Gunnar.  

Jakkafatajakkinn Geirharðsson úr íslensku vaðmáli.

Íslensk ull ofin í Austurríki

Að sögn Gunnars kemur ullin frá sauðfjárbændum víðs vegar á Íslandi, ullarbandið sé spunnið af Ístex en síðan þarf að senda það til Austurríkis til að vefa úr því vaðmálið. Hann segir að enn vanti tæki og þekkingu svo allt framleiðsluferlið geti verið hér á landi, eins og tíðkaðist áður fyrr.

Ullin í íslenska vaðmálinu er í grunnlitunum fjórum; mórauður, hvítur, grár og svartur. Úr þessum fjóru litum er hannað úrval mynstra þar sem litunum er blandað saman og mynda síðan heildstæða línu.  

Litirnir sem unnið verður með undir vörumerkinu „Icelandic Tweed“.

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...