Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Flutningur stjórnsýsluverkefna BÍ til MAST frestast um eitt ár
Fréttir 30. desember 2014

Flutningur stjórnsýsluverkefna BÍ til MAST frestast um eitt ár

Höfundur: Vilmundur Hansen

Á árinu sem er að líða hefur verið í gangi vinna við flutning stjórnsýsluverkefna frá Bændasamtökum Íslands til stofnana Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Jón Baldur Lorange hefur verið verkefnisstjóri í þessari vinnu. 

Ráðuneytið ákvað síðan á haustdögum að fresta flutningnum um eitt ár og var undirritaður samningur við ráðuneytið og Matvælastofnun 22. desember síðastliðinn um hvernig staðið verður að þessum málum á árinu 2015. 

Samkvæmt þessu samkomulagi verður sjálfstæð rekstrareining sett á laggirnar innan Bændasamtakanna frá og með 1. janúar 2015. Mun hún aðeins sinna þeim stjórnsýsluverkefnum sem Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur ákveðið að flytjist frá Bændasamtökunum. Á komandi ári munu Bændasamtökin því áfram sinna þeim stjórnsýsluverkefnum sem stendur til að færa til Matvælastofnunar. 

Ráðherra skipar verkefnisstjórn sem í eiga sæti fulltrúi ráðuneytisins, Matvælastofnunar og BÍ.  Verkefnisstjórnin mun halda utan um vinnu við flutning stjórnsýsluverkefna frá Bændasamtökunum til Matvælastofnunar. Vilji ráðuneytisins er þó skýr um að stjórnsýsluverkefnin færist til Matvælastofnunar eigi síðar en 1. janúar 2016.

Skylt efni: Stjórnsýsla

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...

Steypan í Þverárrétt rannsökuð
Fréttir 13. maí 2024

Steypan í Þverárrétt rannsökuð

Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir framkvæmdi rannsókn á gæðum steypunnar sem notuð v...

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...