Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Fjallalamb má flytja lambakjöt út til Kína
Fréttir 27. maí 2019

Fjallalamb má flytja lambakjöt út til Kína

Höfundur: smh

Fjallalamb hf. á Kópaskeri hefur verið sett á opinberan lista í Kína yfir fyrirtæki sem hafa leyfi til að flytja inn lambakjöt frá Íslandi og getur útflutningur hafist í næstu sláturtíð.

Matvælastofnun greinir frá þessum tíðindum á vef sínum. Þar kemur fram að málið eigi sér fjögurra ára forsögu. „Undanfarin 4 ár hefur Matvælastofnun í samvinnu við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, utanríkisráðuneytið og sendiráð Íslands í Kína unnið að öflun leyfis til útflutnings á lambakjöti frá Íslandi til Kína.

Síðastliðið haust var undirritaður samningur milli Íslands og Kína um skilyrði, heilbrigðiskröfur og eftirlit vegna útflutnings á lambakjöti frá Íslandi til Kína.

Í kjölfarið á því sótti Fjallalamb hf á Kópaskeri um leyfi fyrir sláturhús, kjötpökkunarstöð og frystigeymslu fyrirtækisins til útflutnings á lambakjöti til Kína.

Mikilvægustu kröfur Kínverja varða riðu. Einungis má flytja kjöt af lömbum yngri en 6 mánaða sem fædd eru og alin á riðulausum svæðum og jafnframt eiga sláturhús, kjötpökkunarstöðvar og frystigeymslur að vera á riðulausum svæðum.

Fjallalamb hf uppfyllir þessi skilyrði og aðrar kröfur kínverskra yfirvalda og það hefur nú verið sett á opinberan lista í Kína yfir fyrirtæki sem hafa leyfi til að flytja lambakjöt frá Íslandi á Kínamarkað,“ segir í tilkynningu Matvælastofnunar.

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...