Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Fitusprenging í lambakjöti frá Ástralíu.
Fitusprenging í lambakjöti frá Ástralíu.
Mynd / Matís
Fréttir 11. mars 2024

Fita á lambahryggvöðvum hefur jákvæð áhrif á bragðgæði

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Samkvæmt niðurstöðum úr nýlegri skýrslu Matís eru vísbendingar um að fita á lambahryggvöðvum hafi jákvæð áhrif á bragðgæði og því sé ástæða til að slaka á núverandi kynbótamarkmiðum um minni fitusöfnun.

Óli Þór Hilmarsson og Guðjón Þorkelsson voru í rannsóknarteymi Matís. Mynd/Aðsend

Guðjón Þorkelsson var í teymi Matís sem vann að rannsóknunum þar sem borin voru saman kjötgæði lambaskrokka sem flokkaðir væru í mismunandi kjötmatsflokka evrópska EUROP- flokkunarkerfisins. Hann segir að feitustu skrokkarnir hafi komið best út, þeir sem voru í fituflokki 3+, samkvæmt reglum Evrópusambandsins, en mögrustu skrokkarnir sem eru í fituflokki 2- hafi komið lakast út úr kjötgæðamælingu þótt munurinn hafi verið frekar lítill.

Fitusprenging gefur bragðgæði og meyrni

Hann segir fituflokkana í EUROP- kerfinu segja til um hvað það er mikil fita utan á skrokkunum. „Skrokkarnir eru flokkaðir frá því að vera mjög magrir í að vera mjög feitir. Flokkarnir eru aðgreindir með tölustöfum frá 1 til 5, frá því að vera mjög magrir til þess að vera mjög feitir.

Fitusprenging er svo annar hlutur, en það er fita sem við sjáum inn í vöðva. Við getum líka mælt hana með efnagreiningum. Ákveðin fitusprenging í vöðva er talin hafa góð áhrif á bragðgæði. Sérstaklega safa, bragð en einnig meyrni.“

Hefur verið gengið of langt?

Guðjón segir að niðurstöðurnar bendi til að slaka megi á kynbótamarkmiðum varðandi fitu utan á lambaskrokkum

„Hryggvöðvar úr fituflokki 3+ voru marktækt mýkri, meyrari og safaríkari en úr öðrum flokkum. Að sama skapi voru hryggvöðvar úr fituflokki 2- minnst meyrir og minnst safaríkir af öllum flokkunum í tilrauninni. Ein af þeim spurningum sem við erum að reyna að svara með þessum rannsóknum er hvort gengið hafi verið of langt í því að rækta gegn fitu utan á lambskrokkum og hvort slaka eigi á kröfum í því sambandi.

Núverandi kjötmat á Íslandi greinir ekki 2- skrokka og 3+, eins og þeir eru mældir samkvæmt kjötmatsreglum Evrópusambandsins. En þeir eru undirflokkar fituflokka 2 og 3. Síðasta haust fóru um 47 prósent skrokka sláturlamba í fituflokk 2 og um 50 prósent í fituflokk 3. Það er spurning hvort þessi flokkun sé nógu nákvæm eða hvort taka eigi upp undirflokka í kjötmatinu.“

Lambaskrokkar. Mynd/Bbl

Fremur lítil rannsókn

Guðjón segir að þau sem standi að rannsókninni vilji ekki fullyrða of mikið um niðurstöðurnar og vera frekar varkár í túlkun á niðurstöðunum, því þetta hafi verið lítil rannsókn með fáum sýnum. „Í haust skoðuðum við líka arfgengi fitusprengingar, fitu í vöðva, og þá hvort hægt sé að rækta meira fyrir slíkri fitusöfnun. Magn fitusprengingar fylgir ekki vaxandi fitu utan á skrokkunum eins og einhverjir kynnu að ætla.“

Í ágripi að skýrslu Matís kemur fram að athyglisvert sé að af um 14,5% af lambaskrokkunum sem slátrað var í seinni slátrun á tilraunabúi Landbúnaðarháskóla Íslands hafi farið í Evrópuundirflokkinn 3+. 

Hugsanlega væri hæft að endurskoða fituflokkunina og vinna slíkt kjöt og selja sem sérstaka gæðavöru.

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...