Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Flugumferð um Húsavíkurflugvöll hefur aukist verulega á liðnum árum og útlit fyrir að met verði slegið í farþegafjölda á þessu ári.
Flugumferð um Húsavíkurflugvöll hefur aukist verulega á liðnum árum og útlit fyrir að met verði slegið í farþegafjölda á þessu ári.
Fréttir 20. apríl 2016

Félagsmenn Framsýnar hafa sparað sér um 50 milljónir króna

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Veruleg aukning hefur orðið á flugi til Húsavíkur milli ára. Í febrúarmánuði 2015 fóru 674 farþegar um Húsavíkurflugvöll á móti 1.518 farþegum í febrúar 2016. Um er að ræða aukningu upp á 125%. 
 
Flugfélagið Ernir hóf áætlunarflug til Húsavíkur 15. apríl 2012. Á árunum 2013 og 2014 fóru um 9.800 farþegar um völlinn á ársgrundvelli. Á árinu 2015 fjölgaði farþegum upp í tæplega 12.000 farþega. Frá þessu segir á vef Framsýnar-stéttarfélags.
 
Framsýn gerði fyrst stéttarfélaga samning við flugfélagið um sérkjör fyrir félagsmenn, í nóvember árið 2013 og hafa félagsmenn frá þeim tíma flogið um 7.500 ferðir sem sparað hefur þeim um 50 milljónir frá miðlungsfargjaldi. Um leið hefur sætanýting í flugvélum Ernis orðið mun betri, enda jafngildir þessi fjöldi flugmiða tæplega 400 bókuðum flugferðum miðað við stærð vélanna. Flogið er flesta daga og allt upp í þrjár ferðir á dag.
 
Framkvæmdir á svæðinu sem tengjast uppbyggingu á Bakka auk sívaxandi ferðaþjónustu mun styrkja flugumferð um Húsavíkurflugvöll enn frekar. Fyrir liggur að á árinu 2016 verður slegið met í farþegafjölda um Húsavíkurflugvöll frá þeim tíma sem Flugfélagið Ernir hóf áætlunarflug til Húsavíkur. 
Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...