Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Fagna löngum gildistíma búvörusamninga
Mynd / BBL
Fréttir 12. október 2016

Fagna löngum gildistíma búvörusamninga

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Landbúnaður er langstærsta og mikilvægasta atvinnugreinin á Norðurlandi vestra. Stjórn Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra fagnar því að samningur ríkis og bænda taki til 10 ára og að hin lagalegu starfsskilyrði þeirra greina sem samningurinn tekur til liggi fyrir til svo langs tíma. 
 
Þetta kemur fram í umsögn stjórnar SSNV til atvinnuveganefndar Alþingis um frumvarp til laga um breytingar á búvörulögum, búnaðarlögum og tollalögum. Þar segir einnig að Norðurland vestra sé eitt öflugasta landbúnaðarsvæði landsins og því skipti starfsskilyrði greinarinnar íbúa Norðurlands vestra gríðarlega miklu máli. 
 
Byggðasjónarmið hafi verulegt vægi
 
Stjórn SSNV styður markmið samninganna hvað það varðar að um sóknarsamninga verði að ræða og að ætlunin sé að efla samkeppnishæfni, auka fjölbreytni, stuðla að nýliðun og að landbúnaðurinn starfi í sátt við umhverfi en leggur áherslu á að byggðasjónarmið hafi verulegt vægi við framkvæmd samninganna.
Um er að ræða fjóra samninga, samningur um starfsskilyrði framleiðenda garðyrkjuafurða, nautgriparæktar, sauðfjárræktar og almenn starfsskilyrði landbúnaðarins. Stjórn SSNV telur mikilvægt að fylgst verði vel með afleiðingum þeirra breytinga sem boðaðar eru í samningunum m.t.t. byggðaþróunar. Er þar m.a. átt við það að greiðslur verði auknar vegna gæðastýringar á kostnað greiðslumarks í mjólkur- og sauðfjárframleiðslu.
 
Stjórn SSNV fagnar áformum um aukinn fjárfestingarstuðning í nautgripa- og sauðfjárrækt og átaksverkefni til að auka virði sauðfjárafurða og einnig fagnar stjórn SSNV framlögum til ullarnýtingar og svæðisbundins stuðnings að því gefnu að horft verði til svæða sem falla vel að landbúnaðarframleiðslu og hafa búið við viðvarandi fólksfækkun.
 
Að markmiðunum verði náð
 
Í rammasamningi um almenn starfsskilyrði landbúnaðarins eru lagðar til nokkrar áherslubreytingar. Lagt er til að aukin áhersla verði á jarðræktarstyrki m.a. vegna lands sem nýtt er til fóðuröflunar, nýliðun í greininni og stuðning við aðlögun að lífrænni framleiðslu og framlög vegna skógarafurða. Stjórn SSNV fagnar auknum stuðningi við ofangreind atriði en hvetur jafnframt til þess að byggðasjónarmið verði látin hafa áhrif á stuðning samkvæmt rammasamningnum.
 
Samkvæmt ofangreindum samningum er gert ráð fyrir að þeir verði endurskoðaðir á árunum 2019 og 2023. Að mati stjórar SSNV er afar mikilvægt að vandlega verði fylgst með því að markmið samninganna náist, sérstaklega þau byggðarlegu sjónarmið sem liggja til grundvallar s.s. í samningnum um sauðfjárrækt.
 
Öflugar afurðastöðvar í fjórðungnum
 
Í umsögn stjórnar SSNV segir að á Norðurlandi vestra séu sem betur fer starfandi öflugar afurðastöðvar sem taki við og fullvinni landbúnaðarafurðir. Afurðastöðvar þessar séu stórir vinnuveitendur á Norðurlandi vestra og sé því starfsemi þeirra afar mikilvæg fyrir landshlutann í heild. Stjórn SSNV leggur áherslu á að ekki verði þrengt að starfsemi afurðastöðva á Norðurlandi vestra með óþarflega þröngri túlkun á EES-samningnum.
 
SSNV lýsir yfir ánægju með meginmarkmið búvörulaga
 
Stjórn SSNV lýsir yfir ánægju með meginmarkmið frumvarps til búvörulaga en leggur jafnframt áherslu á að fylgst verði vel með afleiðingum þeirra breytinga sem þar eru lagðar til á byggðaþróun, sérstaklega á Norðurlandi vestra þar sem áratugum saman hefur verið mikil fólksfækkun. Íbúum landshlutans hefur fækkað um rétt 1.200 manns á síðustu 20 árum og er því öll óvissa um skilyrði greinarinnar til þess fallin að grafa enn frekar undan byggð í landshlutanum, segir í umsögn stjórnar SSNV til fjárlaganefndar Alþingis. 
Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...