Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Færeyingar taka Huppu í notkun
Fréttir 1. október 2014

Færeyingar taka Huppu í notkun

Ráðgjafarmiðstöð landbún­aðarins (RML) og Meginfélags búnaðarmanna í Færeyjum (MBM), mjólkurbú þeirra Færeyinga, stóðu nýverið fyrir námskeiðum í nautgripa­ræktarkerfinu Huppu.

Námskeiðin fóru fram í  Þórs­höfn í Færeyjum og í kjölfar námskeiðanna munu færeyskir kúabændur taka kerfið í notkun sem sitt skýrsluhaldskerfi.

Kennsla á námskeiðunum hefur verið í höndum Guðmundar Jóhannessonar, ábyrgðarmanns nautgriparæktar hjá RML, með dyggri aðstoð Jórunar Hansen hjá MBM.

Á síðustu mánuðum hafa ýmsir þættir Huppukerfisins verið aðlagaðir aðstæðum í eyjunum og kerfið einnig þýtt yfir á færeysku. Þessi vinna hefur verið í höndum Stefnu á Akureyri en leidd af Guðmundi Jóhannessyni og Jóni B. Lorange hjá BÍ.

Elín Nolsöe Grethardsdóttir, ráðunautur hjá RML, þýddi kerfið að mestu ásamt Rólvi Djurhuus hjá Búnaðarstovunni í Færeyjum.

Gott samstarf við Færeyinga

Samstarf RML og MBM vegna aðlögunar og þýðingar Huppu hefur verið ákaflega gott og hefur ekki tekið nema um 5 mánuði að koma kerfinu í notkun þrátt fyrir að vinna hafi að mestu legið niðri í um mánuð í sumar vegna sumarleyfa.

Í Færeyjum eru í augnablikinu 28 kúabændur en mun fækka um einn er líður á haustið. Þar eru um 900 mjólkurkýr og heildarframleiðslan er sjö milljónir lítra mjólkur. Bústærðin er mjög breytileg eða allt frá um 10 kýr upp í um 120 kýr, meðalbústærð rétt um 34 kýr. Stærsta búið leggur inn um 1.100 þús. lítra á ári en þar eru tveir DeLaval-mjaltaþjónar.

Guðmundur Jóhannesson segir í umfjöllun um námskeiðin á vefsíðu RML að Færeyingar séu ákaflega gestrisnir og velviljaðir Íslendingum og víða má sjá íslenskar vörur í verslunum. Það gleðji líka íslenska kúabændur að íslenska skyrið prýðir hillur verslana og við hlið íslenska skyrsins má sjá lífrænt skyr.is frá Thise í Danmörku.

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f