Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Í stað friðar og samvinnu sem ætlunin hafi verið að ná með myndun ESB, þá búi þjóðirnar nú við vaxandi tortryggni og reiði.
Í stað friðar og samvinnu sem ætlunin hafi verið að ná með myndun ESB, þá búi þjóðirnar nú við vaxandi tortryggni og reiði.
Fréttir 2. september 2016

Evran er ógn við framtíð Evrópu

Í nýrri bók Stiglitz, „The Euro and Its Threat to the Future of Europe,“ veltir hann því upp að ef evrudæmið verði ekki hugsað upp á nýtt, þá kunni Evrópa að vera fordæmd um áratugi fyrir að vekja vonir sem brugðust. 
 
?Ný bók eftir hagfræðinginn og Nóbelsverðlaunahafanna Joseph E. Stiglitz, vekur athygli.
Evrópusambandið hefur frá efnahagshruninu 2008 búið við nær algjöra stöðnun í efnahagslífinu, verðhjöðnun og gríðarlegt atvinnuleysi sem enn er að meðaltali um 10,2% í evruríkjunum. Verg þjóðarframleiðsla (GDP) hefur að mestu staðið í stað síðan 2006 að meðaltali í ríkjunum 28 og í sumum tilvikum jafnvel dregist saman samkvæmt tölum Eurostat. Samt eru enn til öfl á Íslandi sem vilja kaupa sér far með þessari skútu og innleiða allt ESB-kerfið og taka upp evruna að auki. Í umræðunni um aðild Íslands að ESB hefur evran einmitt verið ein helsta forsendan í röksemdafærslunni fyrir ágæti ESB.   
 
Stiglitz hefur margoft bent á kolranga aðferðafræði við að innleiða einn sameiginlegan gjaldmiðil í fjölmörgum efnahagslega og menningarlega ólíkum ríkjum Evrópu. Framkvæmdin hafi verið byggð á röngum forsendum og afleiðingin sé nú flestum ljós.  
 
Stenst ekki samanburð
 
Í umfjöllun um bók Stiglitz í breska blaðinu The Guardian þann 10. ágúst síðastliðinn er bent á æpandi mismun í efnahagsþróun Bandaríkjanna og ESB. Þegar atvinnuleysið náði 10% markinu í Bandaríkjunum 2009 fannst landsmönnum ástandið vera orðið óbærilegt. Síðan hefur atvinnuleysið dvínað verulega og er nú um 5% og staðfesta tölur Eurostat þá umfjöllun. Innan ESB-ríkjanna fór atvinnuleysið að meðaltali yfir 10% á svipuðum tíma, en hefur staðið í tveggja stafa tölu nær allar götur síðan.
 
Samkvæmt nýjustu tölum Eurostat, frá því í júní, voru nær 21 milljón atvinnulausir í ESB-ríkjunum 28. Það er nær fjórföld íbúatala Danmerkur. Þá gengu nær 4,2 milljónir ungmenna (16–25 ára) um atvinnulaus í Evrópusambandsríkjunum nú í júní. Það þýðir að meira en fimmta hvert ungmenni í ESB-löndunum er án vinnu. Þetta eru álíka margir og allir íbúar Írlands.
 
Brostnir draumar
 
Í umfjöllun Guardian er sagt að á bak við þurrar hagtölur um atvinnuleysi séu brostnir draumar ungs fólks um atvinnu sem margt hvert hefur lagt hart að sér til að afla sér menntunar í því augnamiði að fá vinnu við hæfi. Þá felist líka í þessum tölum sögur um fjölskyldur sem hafa brotnað upp, flóttamenn í leit að vinnu og verri lífskjör. Þetta sé hugsanlega sá veruleiki sem Evrópubúar framtíðarinnar þurfi að sætta sig við á komandi áratugum.  
 
Allt hafi þetta líka sínar neikvæðu pólitísku afleiðingar. Öfgahópum til hægri og vinstri vaxi nú ásmegin. Einnig hópum sem hvetji til uppskipta í ríkjum eins og sjálfstæðishreyfingar héraða á Spáni og jafnvel á Ítalíu. Þá hafi Bretar ákveðið í kosningum í júní að yfirgefa Evrópusambandið. Miklar efasemdir séu nú uppi um tilraunina til myndunar fjölþjóðaríkis í formi ESB. Allt sé þetta ferli varðað mistökum, ekki síst við sköpun evrunnar. Evran hafi aldrei getað gengið upp án þess að hafa að baki sér sameiginlega peningastjórn í evruríkjunum. Með öðrum orðum, fyrst hefði þurft að búa til bandaríki Evrópu með eina efnahagsstjórn. 
 
Vaxandi tortryggni og reiði
 
Í stað friðar og samvinnu sem ætlunin hafi verið að ná með myndun ESB, þá búi þjóðirnar nú við vaxandi tortryggni og reiði. Dustað hafi verið rykið af gömlum staðalímyndum um þjóðir í álfunni. Þannig sé því nú gjarnan kastað á loft í norðanverðri Evrópu að Suður-Evrópubúar séu bæði latir og óáreiðanlegir. Á móti er minnt á hrottaskap Þjóðverja í tveim heimsstyrjöldum. Ofurtrúin á markaðslögmálin sem hafi verið undirrót að stofnun evrunnar hafi ekki staðist. 
Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...