Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Anna María Flygenring, formaður Geitfjárræktarfélags Íslands.
Anna María Flygenring, formaður Geitfjárræktarfélags Íslands.
Mynd / Aðsend
Fréttir 8. desember 2020

Ekki stætt á öðru en að farga geitunum

Höfundur: smh

Í kjölfar nýlegra riðutilfella á sauðfjárbúum í Skagafirði vakti Anna María Flygenring, formaður Geitfjárræktarfélags Íslands, athygli á því að einnig hefði þurft að skera niður stóra hjörð geita á Grænumýri, þrátt fyrir að riða hafi aldrei verið staðfest í íslenskum geitum. Sagði hún að skoða þurfi hvort nauðsynlegt sé að skera niður geitahópa í slíkum tilfellum, þar sem íslenski geitastofninn sé mjög viðkvæmur og í útrýmingarhættu. 

Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun, segir að geitur geti í öllu falli borið smitefni og því hafi ekki verið annar kostur í stöðunni.

Anna María sagði í umfjöllun í síðasta Bændablaði að hingað til hefðu gilt sömu reglur um niðurskurð varðandi geitfé og sauðfé, þrátt fyrir að ekki hafi verið sannað að riðan smitaðist á milli. Það þyrfti að skoða alvarlega reglur um niðurskurð. Íslenskar geitur væru öðruvísi en sauðfé, meðal annars hvað varðar genasamsetningu. 

Rannsóknir skortir

„Þekkt er að geitur geta fengið riðu þó svo ekki hafi greinst riða í geitum hér á landi enn þá. Ekki er hægt að taka undir fullyrðingar þess efnis að íslenskar geitur séu svo sérstakar að þær fái ekki riðu, því rannsóknir skortir. Í öllu falli geta geitur borið riðusmitefni og geitur þær sem skornar voru á Grænumýri nýlega voru í miklum samgangi við sauðféð á bænum og því ekki stætt á öðru en að farga þeim, því miður,“ segir Sigurborg.

 Hún bætir við að ráðherra hafi boðað að núverandi fyrirkomulag forvarna og aðgerða gegn riðu verði tekið til endurskoðunar á komandi misserum og þá muni þetta mál örugglega koma inn í þá vinnu.“  

Skylt efni: geitur | riða | Riðuveiki

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...