Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Eigendur Íslands útmældir
Fréttir 6. febrúar 2025

Eigendur Íslands útmældir

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Tuttugu og fjórir aðilar eiga eignarhluti í fimm eða fleiri jörðum á Íslandi. Félag auðkýfingsins James Ratcliffe á eignarhluti í 29 jörðum og er stærsti einstaki jarðaeigandi landsins á eftir hinu opinbera.

Afmörkun jarða á Íslandi er víðast hvar ókortlögð en Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) hefur áætlað út frá skráningu lóða og úrskurðum þjóðlendna að heildarflatarmál allra jarða á Íslandi sé í kringum 56 þúsund ferkílómetrar, eða um 55 prósent af heildarflatarmáli Íslands. Samkvæmt HMS eru jarðir landsins 7.828 talsins og í eigu 14.214 einstaklinga og fyrirtækja. Sveitarfélög eru stærstu eigendur jarða á Íslandi, en þau eiga tæpa 387 eignarhluti í 402 jörðum. Ríkissjóður á 385,5 hluti í 388 jörðum og þjóðkirkjan á 35 jarðir.

Fjórði stærsti landeigandi Íslands er fyrirtækið Sólarsalir ehf. en eignarhald þess má rekja til auðkýfingsins James Ratcliffe. Fyrirtækið á 26 eignarhluti í 29 jörðum. Þar á eftir kemur fyrirtækið Fljótabakki ehf. sem á tólf jarðir. Eignarhald þess má rekja til bandaríska bankamannsins Chad R. Pike. Sá er stofnandi ferðaþjónustufyrirtækisins Eleven Experience, sem á m.a. lúxushótelið Deplar Farm í Fljótum.

Árið 2020 var sett í jarðalög að samþykki ráðherra þurfi að liggja fyrir ráðstöfun eigna þar sem kaupandi á fyrir fasteignir sem eru samanlagt yfir 1.500 hektarar að stærð. Einnig var því bætt í jarðalög að ráðherra skuli almennt ekki veita samþykki fyrir ráðstöfun jarðar ef viðtakandi (kaupandi) á fyrir eignir sem eru samanlagt 10.000 hektarar eða meira að stærð. Tryggvi Már Ingvarsson, framkvæmdastjóri fasteignasviðs HMS, bendir á að stærð jarða þurfi að liggja fyrir svo hægt sé að beita þessum takmörkunum.

Þetta er ein af ástæðum þess að HMS hefur ráðist í átaksverkefni við að áætla eignamörk jarða, en tilgangur þess er að ná fram heildstæðri mynd af eignarhaldi fasteigna á Íslandi og gera afmarkanir aðgengilegar í kortaviðmóti landeignarskrár. „Fyrst og fremst erum við að reyna að svara þeirri spurningu hver eigi Ísland,“ segir Tryggvi Már.

– Sjá nánar á síðum 4 og 8. í nýju Bændablaði

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar
Fréttir 15. desember 2025

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar

Út eru komnar þrjár bækur um verk Gunnars Bjarnasonar húsasmíðameistara sem smíð...

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...