Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Eftirspurn eftir heyi erlendis frá
Mynd / BBL
Fréttir 5. júlí 2018

Eftirspurn eftir heyi erlendis frá

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins hefur beint þeim skilaboðum til bænda að hugsanlega verði eftirspurn eftir heyi í haust, bæði hérlendis og erlendis frá. Þetta kemur fram í frétt á vef RLM.

Tengiliður bænda í Suður-Noregi hefur haft samband við RML og óskar eftir öllu því heyi sem íslenskir bændur kunna að hafa til sölu. Bændablaðið hefur heimildir fyrir að fyrirspurn hafi komið til heysala hérlendis frá Norðurlöndunum hvort hægt væri að útvega þúsundir tonna af graskögglum. Óvenjumiklir þurrkar í Skandinavíu það sem af er sumri hafa leitt til minni uppskeru en síðustu ár og því er þörfin aðkallandi. 

Ráðgjafarmiðstöðin hvetur þá bændur sem hafa áhuga á að kynna sér málin nánar að hafa samband við Guðfinnu Hörpu Árnadóttur ráðunaut með tölvupósti á netfangið gha@rml.is eða í síma 516-5017.

Matvæli hluti af þjóðaröryggi
Fréttir 5. desember 2025

Matvæli hluti af þjóðaröryggi

Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands skilaði fyrir skemmstu af sér til...

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...