Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Eðlilegt að endurskoða kvótakerfið
Fréttir 3. apríl 2014

Eðlilegt að endurskoða kvótakerfið

Höfundur: Freyr Rögnvaldsson

Þeim fjölgar sífellt sem benda á að kvóti í mjólkurframleiðslu hamli aukinni framleiðslu en nú um stundir er þörf á aukningu. Eðlilegt er að beina sjónum kvóta í mjólk þegar núverandi búvörusamningur rennur út í lok árs 2016. Mjólkurframleiðslan er eini geiri íslensks landbúnaðar sem enn býr við raunverulega framleiðslustýringu en kvótakerfið var sett á til að hamla offramleiðslu á sínum tíma. Nú er svo komið að skortur er á mjólk og því er eðlilegt að velta því upp hvort kvótakerfið hafi runnið sitt skeið.

Þetta var eitt megininntakið í ræður Sigurðar Inga Jóhanns-sonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sem hann hélt á aðalfundi Landssambands kúabænda í síðustu viku. Hann lagði þó á það áherslu að hann væri ekki að boða afnám kvótakerfisins með einu pennastriki. Kæmi til breytinga yrðu þær gerðar með aðlögun yfir langan tíma enda hefðu margir bændur fjárfest umtalsvert í kvóta og miðað rekstur sinn við að fyrir það kæmu beingreiðslur frá ríkinu.

Óþarft að ríkið sjái um kvótamarkað?

Sigurður Ingi velti í máli sínu upp þeirri spurningu hvort að núverandi fyrirkomulag með viðskipti greiðslumarks, uppboðsmarkaðir sem teknir voru upp árið 2010, væri hið endilega ákjósanlegasta leiðin sem hægt væri að fara. Hann spurði hvað það væri sem kallaði á að hið opinbera kæmi að viðskiptum með greiðslumark í stað þess að almennur rammi yrði settur um þau og einkaaðilar hefðu milligöngu um viðskiptin. Hvatti hann bændur til að taka málið til umræðu á sínum vettvangi.

Sigurður Ingi sagði að í sínum huga væri einboðið að leiðin fram á við í mjólkurframleiðslunni byggði á útflutningi. Hann upplýsti að verið væri að setja saman starfshóp sem ætti að undirbúa stefnumótun í mjólkurframleiðslu til framtíðar og sömuleiðis væri búið að skipa samstarfshóp um tollamál á sviði landbúnaðar. Sá hópur á að greina helstu núgildandi samninga um viðskipti með landbúnaðarvörur, greina þau sóknarfæri sem kunna vera til staðar innan þeirra samninga, kanna möguleika á gerð fleiri tvíhliða viðskiptasamninga og gera úttekt á þróun tollverndar á helstu landbúnaðarvörum frá árinu 1995. Stefnt er að því að sá hópur skili niðurstöðu fyrir 1. október næstkomandi.

Matvæli hluti af þjóðaröryggi
Fréttir 5. desember 2025

Matvæli hluti af þjóðaröryggi

Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands skilaði fyrir skemmstu af sér til...

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...