Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Hólmfríður Geirsdóttir í kirsuberjahúsinu.
Hólmfríður Geirsdóttir í kirsuberjahúsinu.
Mynd / smh
Fréttir 22. júní 2016

Dumbrauð, bústin og safarík kirsuber

Höfundur: smh
Það er alla jafna ekki mikið svigrúm til að njóta íslenskra, dumbrauðra, þrýstinna og safaríkra kirsuberja, hvorki í tíma né rúmi. Kirsuberjatíminn stendur reyndar nú yfir og ræktunarstaðurinn er á Garðyrkjustöðinni Kvistum í Reykholti í Biskups­tungum. Aðeins ein önnur stöð selur kirsuber og það er Engi í Laugarási, en ber eru ekki farin í sölu þaðan.
 
Nokkur falleg og fullþroska gómsæt brómber fundust.
 
Hjónin Hólmfríður Geirsdóttir garðyrkjufræðingur og Steinar Á. Jensen rafvélavirki reka Kvista. Hólmfríður segir að hún sé nú með fjórar berjategundir í ræktun; jarðarber, hindber, kirsuber og brómber. Byrjað hafi verið á jarðarberjaræktuninni, síðan komu hindberin, þá brómberin og loks kirsuberin – en þegar blaðamaður var þar á ferð í lok maí voru brómberin um það bil að berast á markað.  
 
Upphaflega eingöngu skógarplöntustöð
 
Stöðin var reyndar upphaflega skógarplöntustöð þegar hún var stofnuð árið 2000, þar sem eingöngu voru framleiddar skógarplöntur í fjölpottabökkum. Síðan þróaðist framleiðslan yfir í ýmsar tegundir garð- og skógarplantna; ýmist ungplöntur í bökkum eða eldri plöntur í pottum. Þá hefur stöðin séð landshlutabundnu skógræktarverk­efnunum fyrir plöntum; svo sem Suðurlandsskógum, Vesturlands­skógum og Hekluskógum. Hún sérhæfir sig líka í því að þjónusta sumarhúsaeigendur og leiðbeina þeim með val í þeirra lönd. 
 
Hreinleikinn verðmætur
 
Hólmfríður segir að í berjaræktuninni sé ekki notast við nein varnarefni. Þar sé notast við lífrænar varnir eingöngu og það sé ómetanlegt að geta státað af því og hreina vatninu sem sé notað í ræktunina. Hindberjatíminn stendur svo yfir frá maíbyrjun og út ágúst og hvetur Hólmfríður fólk til að njóta ferskra berjanna á meðan hægt er. 

11 myndir:

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...

Vanræksla kærð til lögreglunnar
Fréttir 30. apríl 2024

Vanræksla kærð til lögreglunnar

Matvælastofnun tilkynnti þann 9. apríl sl. að stofnunin hefði kært til lögreglu ...

Kjötmjöl verði skilgreint sem áburður en ekki aukaafurð dýra
Fréttir 30. apríl 2024

Kjötmjöl verði skilgreint sem áburður en ekki aukaafurð dýra

Orkugerðin ehf. í Flóanum stefnir að því innan fárra mánaða að breyta framleiðsl...

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður
Fréttir 29. apríl 2024

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður

Breytingar hafa orðið á stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins.

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...