Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Dráttarvél brann til kaldra kola
Mynd / Ólína Gunnlaugsdóttir
Fréttir 5. júní 2014

Dráttarvél brann til kaldra kola

Höfundur: Freyr Rögnvaldsson

Dráttarvél brann til kaldra kola á bænum Syðri-Knarrartungu í Breiðuvík á Snæfellsnesi síðastliðið mánudagskvöld. Sem betur fer urðu engin meiðsli á fólki eða skepnum en vélin er ónýt, sem er afar bagalegt fyrir bændur nú á þessum annatíma.

Guðný H. Jakobsdóttir bóndi í Syðri-Knarrartungu segir að kviknað hafi í vélinni þegar maður hennar, Guðjón Jóhannesson var við vinnu á henni úti á túni. „Vélin drap bara á sér og það kom ljós reykur upp um pústið. Guðjón fór út og opnaði húddið en sá ekki í fljótu bragði hvað væri að. Hann var viss um að hann þyrfti nú einhverja aðstoð við þetta enda verkfæralaus. Hann rölti því upp á hól þarna í nágrenninu til að ná símasambandi en þegar hann snýr sér við til að labba til baka eftir símtalið sér hann hvar blossar upp eldur í vélinni.“

Ekki ráðið við neitt

Guðný segir ekki ljóst hvað það var sem olli því að kviknaði í vélinni. „Það er nú svo sem ekki vitað hvað gerðist en Guðjón og kallarnir í sveitinni voru að leiða líkur að því að hugsanlega hefði farið olíurör og spýst á á heita vélina. Líklega hefur þetta byrjað í túrbínunni og kraumað eitthvað þar en síðan varð vélin bara alelda á örskotsstundu. Guðjón hringdi á næstu bæi eftir slökkvitækjum og aðstoð en það varð bara ekkert við ráðið.“

Styttist í heyskap

Mikill annatími er í vorverkum nú um stundir og styttist óðum í slátt. Vélin, sem var af gerðinni Claas, er aðalvélin á bænum og því vont að hún sé ónothæf. „Það eru auðvitað allir nágrannar boðnir og búnir að aðstoða og við getum alveg gefið kúm og annað slíkt. Við verðum hins vegar að leysa dráttarvélamál á bænum á næstu dögum, hver sem sú lausn verður. Hvort það verður eitthvað til bráðabirgða eða hvað. Vélin var í kaskó svo við eigum nú von á að fá hana bætta en svoleiðis tekur alltaf tíma. Við höfðum strax samband við Vélfang og þar er verið að leita að einhverjum lausnum fyrir okkur“, segir Guðný. Stutt er orðið í slátt í Syðri-Knarrartungu og telur Guðný að ekki séu nema tíu dagar til hálfur mánuður í að heyskapur hefjist.

Eru þakklát forsjánni

„Við erum fyrst og fremst þakklát forsjánni fyrir að þetta gerðist bara þegar vélin var stödd úti á túni. Hefði þetta gerst inni á fóðurgangi þegar verið væri að gefa þá veit enginn hvernig það hefði farið. Úr því að þetta gerðist á annað borð var gott að þetta gerðist bara þarna þó þetta sé svekkjandi og setji strik í reikninginn. Þetta er bara vél og hana má bæta,“ bætir Guðný við.

2 myndir:

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...