Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Buxnalaus með stolnar hænur
Fréttir 24. október 2017

Buxnalaus með stolnar hænur

Höfundur: Vilmundur Hansen

Lögreglan á Írlandi stöðvaði bifreið fyrir skömmu við venjubundið eftirlit. Það sem bar fyrir auga lögreglunnar var sannarlega óvenjulegt, meira að segja á Írlandi.

Ökumaðurinn, sem var 26 ára gamall Íri, sem ekki reyndist einungis vera drukkinn og buxnalaus, reyndar kviknakinn, undir stýri, heldur var hann einnig með nokkrar lifandi hænur í aftursætinu og fullvaxna álft í framsætinu.

Sagði fuglana vera puttaferðalanga

Ástand ökumannsins var með þeim hætti að hann gat hvorki sagt til nafns né hvernig stóð á því að hann var með fiðurféð í bílnum. Að lokum sagðist hann ráma í að fuglarnir væru puttaferðalangar sem hann hefði boðið far.

Vildu ekki spenna öryggisbeltin

Hann sagði síðan að hávaðinn í hænunum væri óþolandi og að þær hefðu þráast við að spenna öryggisbeltin hversu oft sem hann bað þær um það.

Síðar breytti hann framburði sínum og sagði að fuglarnir hlytu að hafa flogið inn um opinn glugga á bílnum, án þess að hann hefði tekið eftir því, á rauðu ljósi skömmu áður en hann var stöðvaður.

Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að ökumaðurinn hafði stolið fuglunum á býli skammt frá þeim stað þar sem hann var stöðvaður. 

Skylt efni: hænur | ölvun

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...