Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Frá atkvæðagreiðslunni á Alþingi í dag.
Frá atkvæðagreiðslunni á Alþingi í dag.
Mynd / HKr.
Fréttir 13. september 2016

Búvörusamningar samþykktir á Alþingi

Höfundur: smh

Alþingi hefur samþykkt frumvarp um búvörusaminga eftir 3. umræðu um málið sem fór fram í dag.

Alþingi samþykkti samningana með breytingartillögu 1647 frá meirihluta atvinnuveganefndar með 19 atkvæðum gegn sjö. 

Í grundvallaratriðum felast breytingarnar, frá samningi ríkis og bænda 19. febrúar síðastliðinn, í því að einungis fyrstu þrjú ár samningsins er staðfest, en svo er lagt upp með að framtíðarsýn til tíu ára sé mótuð. Samráðsvettvangur verður myndaður milli stjórnvalda, bænda, neytenda, afurðastöðva, launþega og atvinnulífs um mótun landbúnaðarstefnunnar. 

Í samþykktum samningum er fyrirhuguðum breytingum á verðlagningu á mjólk frestað og verðlagsnefnd starfar því áfram með sama hætti og verið hefur. Ekki verður hróflað við greiðslumarkskerfi í mjólkurframleiðslu að sinni. Þá er Mjólkursamsölunni gert skylt að selja öðrum vinnsluaðilum allt að 20 prósent af innlagðri mjólk hverju sinni á heildsöluverði. 

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...