Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Breskir svínabændur minnka notkun á sýklalyfjum
Mynd / Wikimedia commons / Alan Fryer
Fréttir 3. apríl 2017

Breskir svínabændur minnka notkun á sýklalyfjum

Höfundur: Landbrugsavisen / ehg
Nýjar tölur frá breskum fóðurverksmiðjum sýna að notkun sýklalyfja hjá smágrísum minnkar töluvert milli ára. Þetta kemur til af átaki fóðurframleiðenda og breskra svínabænda og hefur notkun á sýklalyfjum í fóðri minnkað til muna síðastliðin þrjú ár.
 
Nýjar tölur frá breskum fóðurverksmiðjum sýna að árið 2014 var notað um 37 prósent af sýklalyfjum í seldu smágrísafóðri á meðan magnið hafði fallið niður í 18 prósent í lok síðasta árs. Tveir þriðju af þessari minnkun áttu sér stað árið 2016. Að hluta til er í stað sýklalyfja notað bætiefnið zinkoxid fyrir smágrísina í fóðrinu en einnig er mun meiri áhersla en áður á að ná niður sýklalyfjanotkuninni sem hefur haft sín áhrif.
 
Það sem hefur einnig hjálpað til er að á síðasta ári fór Félag svínabænda í Bretlandi í herferð um betri stjórnun á sýklalyfjum sem hefur hjálpað bændum við að minnka notkunina meðal annars með kvótum og takmörkun á notkun á verstu tegundum sýklalyfja.
Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...