Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Samstarfsaðilarnir við fyrsta Björgvinsbeltið sem var sett upp við Jökulsárlón á Breiðamerkursandi, frá vinstri: Smári frá Landsbjörg og Sigurjón frá Sjóvá. Vegagerðin mun taka að sér uppsetninguna beltanna.
Samstarfsaðilarnir við fyrsta Björgvinsbeltið sem var sett upp við Jökulsárlón á Breiðamerkursandi, frá vinstri: Smári frá Landsbjörg og Sigurjón frá Sjóvá. Vegagerðin mun taka að sér uppsetninguna beltanna.
Mynd / MHH
Fréttir 7. júní 2016

Björgvinsbelti á ferðamannastaði

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
„Við ætlum okkur í samstarfi við Vegagerðina og Sjóvá að setja upp hundrað Björgvinsbelti við sjó, ár og vötn á vinsælum ferðamannastöðum víða um land. 
 
Fyrstu vestin voru sett upp við Jökulsárlón og síðan munum við halda áfram hringinn í kringum landið og koma beltunum fyrir,“ segir Smári Sigurðsson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar. 
 
Björgvinsbeltið er ­hannað af Björgvini Sigurjónssyni, stýrimanni og skipstjóra frá Vestmannaeyjum, en í dag á fyrirtækið Petó ehf. í Vestmannaeyjum réttinn á beltunum og sér um framleiðslu þeirra úti í Eyjum. 
 
„Beltin eiga að stuðla að öryggi ferðamanna, bæði á láð og legi, enda mikið lagt upp úr gæðum þeirra og eingöngu notuð efni í þau sem eru viðurkennd, sterk og endingargóð. 
 
Okkur finnst frábært að taka þátt í þessu verkefni þótt við vonum að sjálfsögðu að aldrei þurfi að nota Björgvinsbeltin á ferðamannastöðum,“ segir Sigurjón Andrésson, markaðsstjóri Sjóvár. 

Skylt efni: ferðaþjónsta

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...