Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Bændum greidd 3% uppbót á innlegg
Fréttir 24. maí 2018

Bændum greidd 3% uppbót á innlegg

Höfundur: MÞÞ

SAH Afurðir ehf. á Blönduósi hafa ákveðið að greiða bændum 3% uppbætur á innlegg fyrir árið 2017. Stefnt er því að greiða uppbótina út 25. maí.

Rekstur SAH Afurða gekk betur á liðnu ári en undanfarin ár, hagnaður upp á 5,5 milljónir króna varð af rekstrinum, en félagið hefur verið rekið með tapi frá árinu 2013. „Þessi viðsnúningur kemur til vegna lækkunar afurðaverðs og mikils aðhalds og sparnaðar í rekstri félagsins sem tókst með miklum ágætum,“ segir Eiður Gunnlaugsson, stjórnarformaður Kjarnafæðis, eigenda SAH Afurða.  

Bókfært eigið fé félagsins í árslok var neikvætt um 153,2 milljónir. Velta síðasta árs nam um tveimur milljörðum króna. Gert er ráð fyrir að tap verði á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Ársverk á reikningsárinu voru 52 að því er fram kom á aðalfundi félagsins sem haldinn var fyrr í þessum mánuði.

Verð á lambakjöti innanlands fer lækkandi

Það sem af er ári hefur SAH Afurðir flutt út rúm 320 tonn af kindaafurðum og allar gærur og aukaafurðir eru seldar. Gengi krónunnar hefur ekki verið hagstætt fyrir útflytjendur og verðið óviðunandi. Verð á lambakjöti innanlands hefur  farið lækkandi. „Ástæður þess eru offramboð þar sem menn eru alltaf að ýta á undan sér birgðavanda ár frá ári og myndast þar af leiðandi gríðarleg samkeppni,“ segir Eiður.

Ekki hefur verið tekin ákvörðun um verð á komandi sláturtíð í haust, en slátrun hefst 5. september og stendur út október. 

Skylt efni: Innlegg | SAH afurðir

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...