Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Aukningin allt að 217% í kjötvörum og 301% í mjólkurvörum
Fréttir 14. febrúar 2018

Aukningin allt að 217% í kjötvörum og 301% í mjólkurvörum

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Samkvæmt nýjustu tölum Hagstofu Íslands um innflutning á búvörum 2017 hefur hann aukist mikið á milli áranna 2016 og 2017. 

Í fyrsta tölublaði Bændablaðsins á þessu ári voru birtar tölur um innflutninginn eins og þær stóðu í nóvember. Samkvæmt nýjustu tölum, þar sem allt árið 2017 er komið inn, má sjá að talsverð aukning hefur verið á síðasta hluta ársins. Þá var hlutfallsaukningin á innflutningi nautakjöts í desember milli áranna 2016 og 2017 komin í 134%, en var 128% í nóvember miðað við nóvember 2016. 

Svínakjötsinnflutningurinn hefur aukist enn meira, eða um 140% og kalkúnakjötsinnflutningurinn um 198%. Innflutningur á kjúklingakjöti hefur aftur á móti ekki aukist eins mikið, en samt um 116% miðað við fyrra ár. Þá hefur innflutningur á reyktu, söltuðu og þurrkuðu kjöti aukist um 126% milli ára. 

Meira en tvöföldun í unnum kjötvörum

Langmest innflutningsaukningin í kjötvörunum er þó á pylsum og unnum kjötvörum. Þar hefur innflutningurinn meira en tvöfaldast og nemur aukningin 217% milli ára. 

Mjólkurvöruinnflutningur þrefaldast

Innflutningur á mjólk mjólkur- og undanrennudufti og rjóma sker sig úr í þessum tölum Hagstofunnar. Þar hefur innflutningurinn meira en þrefaldast og var aukningin  301% á milli áranna 2016 og 2017. Hefur greinilega orðið töluverð aukning á þessum vörum í desember, því að í nóvember var aukningin á milli ára „aðeins“ 279%.

Af mjólkurvörunum er síðan töluverð aukning á ostainnflutningi. Nam aukningin þar á milli ára 156%.  

Í grænmetinu er mesta aukning í tómatainnflutningi, eða um 123%, og í sveppum 122%. Innflutningur á paprikum hefur ekki aukist stórkostlega milli ára en þó um 106%. 

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...