Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Fyrir árslok 2019 skal útbúa áætlun sem miðar að því að dregið verði úr notkun plöntu­verndarvara í þéttbýli, meðfram vegum og í öðru manngerðu umhverfi samkvæmt aðgerðaráætluninni.
Fyrir árslok 2019 skal útbúa áætlun sem miðar að því að dregið verði úr notkun plöntu­verndarvara í þéttbýli, meðfram vegum og í öðru manngerðu umhverfi samkvæmt aðgerðaráætluninni.
Mynd / ghp
Fréttir 23. júní 2017

Aukin sala á illgresiseyði

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir
Sala á svokölluðum plöntu­verndarvörum jókst um 141% milli áranna 2015 og 2016. Salan fór úr 2,4 tonnum í 5,9 tonn samkvæmt niðurstöðum eftir­lits­­verkefnis Umhverfis­stofnunar. Meginástæðan fyrir þessari miklu aukningu var mikil sala á illgresis­eyði, að er fram kemur í tilkynningu frá Umhverfisstofnun.
 
Sala upp á 5,9 tonn af „plöntuverndarvörum” samsvarar 2,2 tonnum af virku efni. Samkvæmt áhættuvísi í aðgerðaáætlun um notkun varnarefna, sem gefin var út af umhverfis- og auðlindaráðuneytinu í ágúst 2016, er miðað við að salan nemi ekki meiru en 2,4 tonnum af virku efni á ári. Salan árið 2016 var því innan marka.
 
Casoron G af markaði
 
Alls voru tollafgreidd 12,9 tonn af plöntuverndarvörum á árinu 2016. Tollafgreiðsla minnkaði um 50% á milli áranna 2015 og 2016, en það má fyrst og fremst rekja til þess að frá 1. janúar 2016 varð sala á plöntuverndarvörunni Casoron G óheimil, en sú vara var fyrirferðarmikil á markaði hér á landi um árabil.
 
Plöntuverndarvara er skilgreind sem efni eða efnablanda sem inniheldur eitt eða fleiri virk efni eða örverur, aðrar lífverur eða hluta þeirra, sem notuð er til þess að hefta vöxt, varna sýkingum eða skemmdum í gróðri af völdum hvers kyns lífvera eða til þess að stýra vexti plantna. 
 
Illgresiseyðir í meirihluta
 
Sé skoðað hvernig notkun á plöntuverndarvörum skiptist eftir flokkum kemur í ljós að illgresiseyðir eru langstærsti hluti þeirra, eða 86% af heildarmagni vara sem settur var á markað frá 2009–2015, skordýra og sveppaeyðar eru 6–7% og stýriefni minna en 1% af heildarmagni.
 
Aðgerðaráætlun um notkun varnarefna hefur það að markmiði að draga úr notkun á plöntuverndarvörum og þar með að draga úr áhættu af völdum plöntuverndarvara gagnvart heilsu og umhverfi. Aðgerðaráætlun er gefin út til 15 ára og endurskoða skal hana á 5 ára fresti.
Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f