Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Bert Cregg frá ríkisháskólanum í Michigan ræðir um áhrif tiltekinnar efnameðferðar á köngla- og sprotavöxt jólatrjáa.
Bert Cregg frá ríkisháskólanum í Michigan ræðir um áhrif tiltekinnar efnameðferðar á köngla- og sprotavöxt jólatrjáa.
Mynd / Pétur Halldórsson
Fréttir 5. september 2017

Alþjóðleg ráðstefna um jólatrjáarækt á Svalbarðsströnd

Höfundur: Pétur Halldórsson

Hafin er fræðileg alþjóðleg ráðstefna um jólatrjáarækt á Hótel Natur Svalbarðsströnd við Eyjafjörð. Þar eru samankomnir margir af helstu vísindamönnum á sviði jólatrjáarannsókna í heiminum og ræða um ræktunaraðferðir, kynbætur, sjúkdóma, meindýr og fleira. Ráðstefnan stendur fram á föstudag.

Ráðstefna þessi er haldin á tveggja ára fresti undir hatti IUFRO, alþjóðasamtaka rannsóknastofnana í skógvísindum. Hún hefur hingað til verið haldin til skiptis í Norður-Ameríku og Evrópu en fer nú fram á Íslandi í fyrsta sinn. Þátttakendur eru á fjórða tug talsins frá Bandaríkjunum, Kanada, Íslandi, Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Austurríki, Suður-Kóreu og Ástralíu. Gestgjafi ráðstefnunnar að þessu sinni er Rannsóknastöð skógræktar Mógilsá.

Dagskrá ráðstefnunnar er kaflaskipt. Fyrsta daginn er fjallað um vaxtar- og ræktunarskilyrði en einnig markaðsmál. Síðdegis verða skógarbændurnir í Reykhúsum í Eyjafirði heimsóttir og farið í Kjarnaskóg og gróðrarstöðina Sólskóga. Á morgun er sjónum beint að heilsu trjátegunda sem notaðar eru í jólatrjáaframleiðslu, m.a. sjúkdóma og meindýr.  Á miðvikudag verður haldið á Hólasand þar sem ráðstefnugestir fá að kynnast uppgræðslu- og skógræktarstarfi á örfoka landi en einnig verður litast um í Mývatnssveit. Á fimmtudag verður hugað að meðferð jólatrjáa eftir að þau eru felld, barrheldni og fleira, og því næst um erfðir og kynbætur jólatrjáa. Skoðunarferð á fimmtudag verður í Vaglaskóg þar sem fjallað verður um kynbætur á fjallaþin til jólatrjáaframleiðslu og ræktun lerkiblendingsins 'Hryms' til skógræktar.

Sem fyrr er getið eru á ráðstefnunni samankomnir margir af helstu vísindamönnum á þessu sviði í heiminum en einnig fulltrúar framleiðenda, t.d. ungur Ástrali sem er að hefja jólatrjáaframleiðslu í Ástralíu og Suður-Kóreumaður sem segir frá því hvernig spurn eftir jólatrjám eykst í heimalandi hans. Þarna er því statt fólk sem getur sagt undan og ofan af straumum og stefnum í jólatrjáarækt vítt og breitt um heiminn.

Matvæli hluti af þjóðaröryggi
Fréttir 5. desember 2025

Matvæli hluti af þjóðaröryggi

Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands skilaði fyrir skemmstu af sér til...

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...