Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Áhyggjur vegna samningsdraga um nýjan búvörusamning
Fréttir 23. febrúar 2016

Áhyggjur vegna samningsdraga um nýjan búvörusamning

Fundurinn lýsir yfir miklum áhyggjum vegna samningsdraga þeirra sem kynnt hafa verið af fulltrúum bænda í samninganefnd um nýjan búvörusamning,“ segir í ályktun sem samþykkt var á félagsfundi í Félagi þingeyskra kúabænda sem haldinn var á Breiðumýri fyrir skömmu. 
 
Um 50 manns sóttu fundinn, 12 greiddu atkvæði með ályktuninni en 4 á móti, þannig að um 35 manns greiddu ekki atkvæði.  
 
Annmarka má sníða af án þess að afleggja kerfið
 
Fram kemur í ályktuninni að fundurinn telji helstu annmarka á núverandi greiðslumarkskerfi vera viðskipti með greiðslumarkið, en að mati fundarins sé hægt að sníða þá annmarka af því kerfi án þess að það sé aflagt. Bendir fundurinn í því sambandi á tillögur hóps eyfirskra bænda sem virðist uppfylla það skilyrði. Þá telur fundurinn að það mark að ekki skuli skerða gripagreiðslur fyrr en við 120 kýr, eða fleiri, sé sett of hátt.
 
„Það er mikilvægt að viðhalda þeirri ímynd að íslenskur landbúnaður verði í sátt við umhverfið, sátt við náttúruna og leggi sig sérstaklega eftir sátt við neytendur. Sérstaklega verði horft til byggðasjónarmiða við gerð búvörusamnings,“ segir í ályktuninni. 
Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...