Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Formenn norrænna bændasamtaka á fundi í Noregi 2015. Markmið þeirra allra er að vinna fyrir sína félagsmenn og fylkja bændum um sín samtök.
Formenn norrænna bændasamtaka á fundi í Noregi 2015. Markmið þeirra allra er að vinna fyrir sína félagsmenn og fylkja bændum um sín samtök.
Mynd / TB
Fréttir 3. febrúar 2017

Aðild eykst að landbúnaðarsamtökum

Höfundur: Erla H. Gunnarsdóttir / Bondebladet
Á sama tíma og bændum fækkar í Noregi eykst tala meðlima í norsku bændasamtökunum.
Meðlimafjöldinn hefur ekki verið jafn mikill í 20 ár en alls eru 63 þúsund manns í Norges bondelag. 
 
Þetta þakkar formaður samtakanna, Lars Petter Bartnes, fyrir í norska bændablaðinu og minnir á að rödd samtakanna sé mikilvæg fyrir meðlimi hennar, sérstaklega á þeim tímum þar sem stjórnvöld og bændur vinna ekki alveg í takt. Á meðan stjórnvöld vinna að stærri og færri búum berjast samtökin fyrir því að hinar dreifðu byggðir fái að halda sér með þeim fjölbreytta landbúnaði sem þar er stundaður. 
 
Í Danmörku eykst einnig fjöldi félagsmanna í samtökunum „Danish Farmers Abroad“ eða danskir bændur erlendis. Þar eru skráðir Danir sem eiga fyrirtæki í landbúnaði eða starfa í greininni á erlendri grund. Fyrir fimm árum voru 79 meðlimir í samtökunum en nú eru þeir orðnir 181. Þannig eru 78 af meðlimunum fyrirtæki í landbúnaði en hinir einstaklingar og meðlimir annarra fyrirtækja sem tengjast landbúnaði.
Fyrirtækin samanstanda af 6.500 eigendum og hluthöfum í 40 löndum en flestir eru með starfsemi í Austur-Evrópu. Samtökin fá þó stöðugt inn nýja félagsmenn sem eru áhugasamir um starfsemi í landbúnaði á öðrum svæðum en í Austur-Evrópu.
 

Skylt efni: norræn bændasamtök

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...