Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda leggst alfarið gegn stofnun miðhálendisþjóðgarðs
Mynd / HKr.
Fréttir 11. apríl 2019

Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda leggst alfarið gegn stofnun miðhálendisþjóðgarðs

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda, sem haldinn var í Bændahöllinni 4.–5. apríl 2019, leggst alfarið gegn fyrirhugaðri stofnun miðhálendisþjóðgarðs. Tilgangur og þörf stofnunar þjóðgarðsins sé  óljós en fyrir liggi að hún getur ógnað nytjarétti landeigenda. 

Þá er þess krafist að eignarréttarákvæði stjórnarskrár Íslands séu virt þegar kemur að gerð frumvarpa um þjóðgarða, eða breytingum á náttúruverndarlögum sem kunna að ganga í berhögg við eðlileg réttindi landeigenda. 

Í greinargerð með samþykkt fundarins segir:

„Fyrirhugaðar breytingar á náttúruverndarlögum þar sem almannaréttur er útvíkkaður, þannig að landeigendum eru enn frekar settar hömlur á að stjórna umferð um sitt land, ganga í berhögg við eignarréttarákvæði stjórnarskrár Íslands. Allar slíkar tillögur og líka þær er varða þjóðgarða verður að kynna vel og vinna í samráði við hagsmunaaðila. Bændur eru þar stærsti hópurinn og eðlilegt að sérstaklega sé horft til þeirra í þessu samhengi.“  

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...

Vanræksla kærð til lögreglunnar
Fréttir 30. apríl 2024

Vanræksla kærð til lögreglunnar

Matvælastofnun tilkynnti þann 9. apríl sl. að stofnunin hefði kært til lögreglu ...

Kjötmjöl verði skilgreint sem áburður en ekki aukaafurð dýra
Fréttir 30. apríl 2024

Kjötmjöl verði skilgreint sem áburður en ekki aukaafurð dýra

Orkugerðin ehf. í Flóanum stefnir að því innan fárra mánaða að breyta framleiðsl...

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður
Fréttir 29. apríl 2024

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður

Breytingar hafa orðið á stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins.

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...