Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
90.000 krónur á mánuði með hverju barni
Fréttir 25. október 2022

90.000 krónur á mánuði með hverju barni

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Mýrdalshreppur greiðir sérstakar heimagreiðslur til forráðamanna barna sem bíða eftir leikskólavist í sveitarfélaginu.

Einstæðir foreldrar eiga rétt á heimagreiðslu þegar barn nær 9 mánaða aldri en foreldrar í hjúskap eða sambúð þegar barn nær 12 mánaða aldri. Heimagreiðslur eru kr. 90.000 á mánuði með hverju barni. Greiðslur þessar eru endurskoðaðar árlega.

„Nú eru sex börn á biðlista á leikskólanum. Við starfrækjum forskóla við grunnskólann, sem varð til þess að létta nokkuð á biðlistanum og ég er vongóður um að geta saxað á hann á næstu vikum og mánuðum, en það eru þó líkur til þess að það bætist líka fleiri börn við,“ segir Einar Freyr Elínarson sveitarstjóri.

Samband íslenskra sveitarfélaga er ekki með stefnu hvað varðar heimagreiðslur til foreldra sem bíða eftir leikskólaplássi fyrir barn sitt. „Fá sveitarfélög eru með slíkar greiðslur en ég veit að þetta er eitt af því sem mörg þeirra eru að skoða.

Fleiri leggja áherslu á að byggja upp leikskóla og sum sveitarfélög geta boðið leikskóla frá 9 mánaða aldri og allmörg frá 12 mánaða en þetta er risaverkefni,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður sambandsins, aðspurð um málið.

Skylt efni: Mýrdalshreppur

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f