Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
105 umsóknir bárust um fjárfestingarstuðning vegna framkvæmda í nautgriparækt 2020
Fréttir 27. maí 2020

105 umsóknir bárust um fjárfestingarstuðning vegna framkvæmda í nautgriparækt 2020

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Atvinnuvega- og ný­sköpun­ar­­ráðuneytið fékk 105 umsóknir  um fjárfestingarstuðning í nautgriparækt vegna fram­kvæmda á árinu 2020 í samræmi við reglugerð um stuðning í nautgriparækt. Af þeim voru 44 nýjar umsóknir og 61 framhaldsumsókn fyrir fram­kvæmdum sem hófust 2018 eða 2019. 
 
Heildarkostnaður við framkvæmdir nautgripabænda sem veittur er stuðningur fyrir á árinu 2020 er um 4,4 milljarðar króna. Til úthlutunar eru kr. 210.711.784 samkvæmt fjárlögum ársins. Styrkhlutfall reiknast því um 4,7% af heildarkostnaði sem er heldur hærra en síðasta ár. Hæsti áætlaði styrkur er kr. 10.330.146 en lægsti styrkur kr. 52.389. Þetta kemur m.a. fram í tilkynningu frá ráðuneytinu. Fjárfestingarstuðningur er veittur vegna framkvæmda sem stuðla að hagkvæmari búskaparháttum, bættum aðbúnaði nautgripa og aukinni umhverfisvernd. Markmið stuðningsins er að hraða því að framleiðendur standist kröfur samkvæmt reglugerð um velferð nautgripa nr. 1065/2014. Stuðningurinn er veittur vegna nýframkvæmda og/eða endurbóta á eldri byggingum og kom fyrst til úthlutunar árið 2017 með innleiðingu nýrra búvörusamninga.  Umsækjendur geta nálgast svarbréf við umsókn sinni inni á Bændatorginu undir Rafræn skjöl þar sem stendur bréf. 
Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...

Steypan í Þverárrétt rannsökuð
Fréttir 13. maí 2024

Steypan í Þverárrétt rannsökuð

Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir framkvæmdi rannsókn á gæðum steypunnar sem notuð v...

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...