Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Fréttir 12. júní 2017
Höfundur: smh
Jónatan Hermannsson lét af störfum sem tilraunastjóri í jarðrækt á Korpu um síðustu áramót, eftir þrjátíu ára starfsferil þar meðal annars við korntilraunir og kynbætur. Að skilnaði skilaði hann af sér tveimur byggyrkjum, sem hann hefur þróað á undanförnum árum og bindur talsverðar vonir við.
Yrkin hafa fengið nöfnin Smyrill og Valur, en áður hefur kynbótastarfið á Korpu skilað af sér fjórum yrkjum; Skeglu, Kríu, Lómi og Skúmi.
„Nýju yrkin eru því miður ekki komin á markað enn, þau eru enn í svokölluðu DUS-prófi, sem sannreyna skal að þau séu ólík öðrum yrkjum, einsleit og stöðug,“ segir Jónatan. „Þetta eitt og sér ætti ekki að koma í veg fyrir innflutning, en hitt er það, að við höfum ekki fengið nógu hraða fjölgun á þeim í Svíþjóð, akurlendi hjá kynbótafyrirtækinu virðist takmarkað.
Nöfnin á nýju yrkjunum verða með Is fyrir framan í útlendu útgáfunni. Þau eru hálfsystkin, eiga bæði Skúm sem annað foreldri. Á móti honum eru norsku yrkin sem best reyndust hér á fyrsta áratugi aldarinnar. Þar er um að ræða Arve, Olsok, Lavrans og Tiril. Ekki er gott að vita hver er mótparturinn móti Skúmi í hvoru tilviki, því að víxlunum var í upphafi slegið saman,“ útskýrir Jónatan.
Sexraða og fljótþroska
„Þessi yrki eru bæði sexraða og einkennast af fljótum þroska og eru líka á toppnum í uppskeru. Að ná saman fljótum þroska og svo góðri uppskeru hefur ekki tekist til fullnustu fyrr.
Yrkin bæði eru af sömu hæð og erlend sexraðayrki og virðast gefa hálm í svipuðu magni. Strástyrkur virðist góður, það er legu hefur ekki orðið vart í þeim í tilraunum og ekki hefur heldur blásið úr axi. Þó er ekki hægt að segja að það sé fullreynt. Von er til að sáðkorn fáist til landsins vorið 2019, því miður ekki fyrr,“ segir Jónatan.
Líf&Starf 24. nóvember 2025
Lausn á vísnagátu
Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.
Líf&Starf 3. febrúar 2025
Skákmánuðurinn janúar
Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...
Líf&Starf 13. desember 2024
Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...
Líf&Starf 9. október 2024
Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...
Líf&Starf 14. ágúst 2024
Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...
Líf&Starf 2. júlí 2024
Stjörnuspá vikunnar
Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...
Líf&Starf 10. maí 2022
Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...
Líf&Starf 4. maí 2022
Lesning fyrir heilabilaða
Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...
3. desember 2025
Þýskar heimsbókmenntir
3. desember 2025
Laufey
4. desember 2025
Góður árangur náðst
4. desember 2025
Fæðuöryggi og landbúnaður
4. desember 2025
Íslendingar fá 45% hitaeininga úr gjörunnum matvælum
https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f
