Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Verðmætasköpun úr þörungum áberandi
Fréttir 9. ágúst 2022

Verðmætasköpun úr þörungum áberandi

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunar- ráðuneytið úthlutaði tæpum 100 milljónum króna úr Lóu, nýsköpunarstyrkjum fyrir landsbyggðina, þann 11. júlí sl. Um 100 umsóknir bárust sjóðnum en 21 umsókn hlutu brautargengi.

Stærsta styrkinn, 12,5 milljón króna, hlaut Sjótækni ehf. fyrir rannsóknarverkefnið StaðarOrka, sem hefur það að markmiði að kanna nýtingu straumrasta eða sjávarfalla á Vestfjörðum í eða nærri vegamannvirkjum í þveruðum fjörðum til framleiðslu raforku.

Tvö verkefni tengjast sjávar­föllum. Valdimar Össurarson hlaut styrk til að kanna raunhæfi sjávarfallavirkjana en niðurstöður verkefnisins munu nýtast við stefnumótun í byggða­ og orkumálum við þróun sjávarorkutækni. Dagný Hauksdóttir hlaut styrk til að gera forathuganir og undirbúa nýtingu sjávarorku við Vestmannaeyjar.

Fjögur verkefni snúa að þörungum. Nýstofnað rannsókna­ og þróunarsetur um stórþörunga á Reykhólum, Þörungamiðstöð Íslands, hlaut 8,1 milljón króna til stefnumótunar þar sem framtíðarsýn og sóknaráætlun ásamt upphafsaðgerðum verða mótuð.

Þá áformar Algó ehf. upp­skölun á framleiðslu sæmetis, sjávargrænmetis úr þörungum og fékk styrk í verkið.

Blábjörg fékk styrk til að þróa vörur og sjálfbæra framleiðslu úr þara. Verkefnið mun skila vörum fyrir framleiðslu á sterku áfengi, kryddi í matreiðslu og heilsuvörur.

Þá eru Taramar Seeds ehf. og Vaxa ehf. að þróa lífvirkar húðvörur sem byggja m.a. á efnum úr örþörungarækt Vaxa á Hellisheiði sem þau hyggjast nýta styrk til að þróa.

Ýmis þekkingar­ og fræðslu­verkefni hlutu einnig stuðning Lóu. Þróunarverkefnið STEM á Húsavík, félagasamtökin Blámi á Vestfjörðum og Nýheimar þekkingarsetur á Höfn eru þar á meðal.

Norðanátt og Sunnanátt með hvort sitt verkefnið norðan og sunnan heiða sem byggir á að virkja einstaklinga og fyrirtæki að taka þátt í nýsköpunarverkefnum.

Einnig ætlar Yggdrasill Carbon á Austurlandi að búa til alþjóðlega vottaðar kolefniseiningar í gegnum sjálfbær loftslagsverkefni með nýskógrækt og endurheimt landgæða.

Hlutverk Lóu er að styðja við nýsköpun, eflingu atvinnulífs og verðmætasköpun sem byggir á hugviti, þekkingu og nýrri færni, á forsendum svæða á landsbyggðinni.

Skylt efni: Nýsköpunarstyrkir

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...