Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Um 30% fækkun í landselsstofninum
Mynd / MÞÞ
Fréttir 4. mars 2015

Um 30% fækkun í landselsstofninum

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Niðurstöður talninga á landsel í nokkrum helstu landselslátrum hér við land á liðnu sumri benda til að fækkað hafi um 30% í stofninum árlega frá árinu 2011 til 2014. 
 
Talið var á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi vestra í júlí, ágúst og september. Þetta kemur fram í skýrslu um niðurstöður talninga á landsel úr lofti árið 2014 og birt er á vef Selaseturs Íslands. 
 
Við talninguna var notast við Cessna yfirþekju flugvélar, þyrilvængju Landhelgisgæslunnar og ómannaðs loftfars eða svokallað flygildi. Verkefnið var styrkt af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu og unnið í samstarfi Veiðimálastofnunar, Selaseturs Íslands, Varar sjávarrannsóknarseturs og Svarma ehf.
 
Fram kemur í skýrslunni að samanborið við niðurstöður talninganna 2011, þegar stofnstærðarmat var gert, er fjöldi landsela í þeim látrum sem skoðuð voru í fyrrasumar yfirleitt mun minni. Þrátt fyrir síminnkandi veiðar landsela á þessum sem öðrum svæðum á Íslandi benda þessar niðurstöður til þess að fækkað hafi í stofninum um 30 prósent árlega á tímabilinu 2011–2014, en 2011 var samkvæmt mati talið að um 11–12.000 dýr væru í stofninum.  
 
„Gæta skal að því, að til þess að hægt verði að segja til um ástand landselsstofnsins í heild á Íslandi verður að telja oftar en einu sinni í hverju látri og fara yfir alla ströndina eða svo gott sem. Í ár var þessi kostur hins vegar ekki inni í myndinni vegna skorts á fjármagni. Þar sem vísbendingar eru um það að landselsstofninn hafi minnkað mikið og sé nú langt undir viðmiðunarmörkum sem miða við stofnstærð ársins 2006 er mikilvægt að meta stofnstærð hans árið 2015, en þá eru liðin fjögur ár frá síðustu sambærilegu talningu,“ segir á vef Selaseturs. 

Skylt efni: Selasetur | landselur

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...