Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Súla
Á faglegum nótum 15. nóvember 2022

Súla

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Drottning Atlantshafsins, eða súla eins og hún heitir. Hún er stærsti sjófugl Evrópu, næstum því alhvít fyrir utan gulleitt höfuð og svarta vængenda. Súlur hafa langa, oddmjóa vængi með 160–180 cm vænghaf og eru auðþekkjanlegar á flugi á djúpum vængjatökum.

Þær eru félagslyndar og sjást oft saman í hópum. Eitt þekktasta atferli súlunnar er veiðiaðferðin hennar sem kallast súlukast. Það getur verið mjög tilkomumikil sjón þegar hópur af súlum hefur fundið mikið æti í sjónum. Þá stinga þær sér hvað eftir annað lóðrétt niður úr allt að því 40 metra hæð eftir fiskum sem þær hafa séð úr lofti. Súlan telst farfugl en fer frá landinu aðeins í stuttan tíma, frá október fram í desember. Þær eru trygglyndar við bæði maka og varpsetur. Súlan verpir einungis einu eggi ár hvert og tekur útungun um sex vikur. Þá tekur við ungatími í um þrjá mánuði, eða þangað til unginn yfirgefur hreiðrið síðsumars. Súlur verpa í þéttum byggðum en einungis eru fimm slíkar byggðir þekktar hér við land. Af þeim er Eldey stærsta og sennilega þekktasta súlubyggðin með um 15.000 setur.

Skylt efni: fuglinn

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f