Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Munur er á nætur- og dagmjólk
Fréttir 25. janúar 2016

Munur er á nætur- og dagmjólk

Höfundur: Vilmundur Hansen

Rannsóknir benda til að munur sé á mjólkinni sem kýr mjólka á nóttinni og á daginn. Tilraunir á músum gefa til kynna á næturmjólkin geti haft róandi áhrif.

Efnagreining á mjólk kúa sem mjólkaðar eru að nóttu sýna hærra innihald efna eins og trytopan og melatóníns sem bæði eru sögð róandi og svæfandi.

Næturmjólk virkar róandi á mýs

Vísindamenn við Sahmyook-háskóla í Suður-Kóreu birtu nýlega niðurstöður rannsókna þar sem músum var gefið vatn með mjólkurduft sem annars vegar var unnið úr mjólk kúa sem mjólkaðar voru í dagsbirtu og hins vegar á næturnar.

Mælingar sýndu að nætur­mjólkurduftið innihélt 24% meira af thytopan og 10 sinnum meira af melatónín en dagmjólkurduft. Mýsnar sem fengu næturmjólkina sýndu ýmis einkenni þess að vera afslappaðri og jafnvel hegðun sem þekkist hjá músum sem gefið hefur verið róandi lyf eins og diazepan sem margir lesendur blaðsins þekkja örugglega.

Rannsóknirnar eru ekki alveg nýjar af nálinni því árið 2010 gerði þýska fyrirtækið Milchkristalle GmbH tilraunir með mjólk úr kúm sem voru mjólkaðar milli klukkan tvö og fjögur eftir miðnætti og fékk í framhaldinu einkaleyfi á framleiðslunni í Þýskalandi. Í þýsku rannsóknarniðurstöðunum segir að til þess að mælanlegur munur sé á efnainnhaldi dag- og næturmjólkur þurfi kýrnar að lifa við greinilegan mun á degi og nóttu.

Volg mjólk sögð róandi

Þrátt fyrir að formlegar tilraunir á næturmjólk hafi ekki enn verið gerðar á mönnum hafa margir örugglega heyrt sögur eða þekkja á sjálfum sér að volg mjólk fyrir svefninn er róandi.
Framleiðsla á róandi næturmjólk og er eftirvill eitthvað sem íslenskir mjólkurframleiðendur ættu að skoða og virkja þannig skammdegið greininni til hagsbóta.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...