Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Frændur fagna skógi
Menning 14. nóvember 2023

Frændur fagna skógi

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Skógræktarfélag Íslands gaf nýverið út yfirgripsmikla bók sem fjallar um sögu samvinnu Íslendinga og Norðmanna á sviði skógræktar.

Hér er farið allt aftur til landnáms fram til okkar daga. Stærstur hluti bókarinnar gerir grein fyrir 32 skiptiferðum sem voru gerðar milli Noregs og Íslands á árunum 1949 til 2000. Hópar Íslendinga fóru sextán sinnum til Noregs og komu norskir hópar til Íslands jafn oft. Þó þetta væru skiptiferðir var ljóst að Íslendingar höfðu mun meira að læra af Norðmönnum en öfugt, enda þeir síðarnefndu fagmenn á meðan við vorum byrjendur.

Skógræktarfólk öðlaðist tækifæri til að fá verklega kennslu á hliðum skógræktar sem ekki voru þróaðar hérlendis. Þar má nefna skógarhögg og grisjun, en timburvinnsla er öflug atvinnugrein í Noregi.

Norðmenn sem komu til Íslands gátu bent íslensku skógræktarfólki hvað hægt væri að gera betur, en þegar hingað var komið var ferðast um mismunandi skógræktarsvæði. Þá gafst Norðmönnum færi á að komast í snertingu við trjátegundir sem sjaldgæfar eru á heimaslóðunum.

Óskar Guðmundsson er höfundur bókarinnar, en hún er bæði á íslensku og norsku. Þá er hún liðlega 330 síður í stóru broti – ríkulega myndskreytt og aðgengileg. Hérna býðst lesendum innsýn í þróun menningar í kringum íslenska skógrækt, enda hefur samvinna Íslendinga og Norðmanna haft mikil áhrif á mótun greinarinnar hérlendis. Kjörgripur fyrir alla sem hafa áhuga á skógrækt. 

Að missa af síðustu lestinni
Líf og starf 30. desember 2025

Að missa af síðustu lestinni

6 pör spiluðu alslemmu í spili dagsins, 14 fóru í hálfslemmu en nokkur létu duga...

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum
Líf og starf 30. desember 2025

Fjölmargir krýndir í yngri flokkum

Dagana 29. og 30. nóvember fóru fram tvö Íslandsmót. Annars vegar Íslandsmót ein...

Myndflöturinn logar
Líf og starf 28. desember 2025

Myndflöturinn logar

Bjart er yfir sýningu Eggerts Péturssonar í Hafnarborg. Sýningin heitir Roði en ...

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi
Líf og starf 28. desember 2025

Feðgin skrifa um réttir á Íslandi

Feðginin Anna Fjóla og pabbi hennar, Gísli B. Björnsson, eru nú á fullum krafti ...

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki
Líf og starf 28. desember 2025

Húsfreyjan í Ytri-Hlíð lyfti grettistaki

Vopnfirðingurinn Oddný Aðalbjörg Methúsalemsdóttir vann á sinni tíð ötullega að ...

Ár öryggis og frelsis
Líf og starf 28. desember 2025

Ár öryggis og frelsis

Völva bændablaðsins hefur nú kastað beinunum enn á ný og lesið í stjörnurnar fyr...

Jól á fjöllum
Líf og starf 28. desember 2025

Jól á fjöllum

Íslendingar eiga sannkallaða jólasögu sem er Aðventa eftir Gunnar Gunnarsson. Hú...

Hera og Gullbrá
Líf og starf 23. desember 2025

Hera og Gullbrá

Barnabókin hugljúfa, Hera og Gullbrá er eftir rithöfundinn Marínu Magnúsdóttur, ...