Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda var haldinn í Bændahöllinni 4.–5. apríl 2019.
Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda var haldinn í Bændahöllinni 4.–5. apríl 2019.
Mynd / HKr.
Fréttir 12. apríl 2019

LS skorar á Alþingi að beita sér af fullum þunga til að tryggja lýðheilsu

Höfundur: HKr.
Aðalfundur Landssamtaka sauð­fjárbænda (LS), sem haldinn var á Hótel Sögu 4.–5. apríl 2019, harmar niðurstöðu EFTA-dómstólsins og Hæstaréttar varðandi innflutning á ófrosnu kjöti til landsins. Fundurinn skorar á Alþingi Íslendinga að beita sér af fullum þunga fyrir aðgerðum sem tryggja lýðheilsu þjóðarinnar og vernda einstaka sjúkdómastöðu íslenskra búfjár­stofna við meðferð frumvarps til laga, mál nr. 766 um innflutning búfjárafurða o.fl. 
 
Á aðalfundinum var samþykktur fjöldi ályktana er varðar hagsmuni bænda. Þar á meðal hafnaði aðalfundurinn hugmyndum um sameiningu Framleiðnisjóðs landbúnaðarins og AVS rann­sókn­arsjóðs í sjávarútvegi undir hatti matvælasjóðs. Segir í álykt­uninni að Framleiðnisjóður hafi mikilvægu hlutverki að gegna í byggðalegu samhengi, sérstaklega í tengslum við styrkveitingar til nýsköpunarverkefna á vegum bænda. Þá segri í greinargerð með samþykktinni:
 
„Í greinargerð lagafrumvarps um afnám frystiskyldu kemur fram að unnið sé að sameiningu m.a. Framleiðnisjóðs landbúnaðarins og AVS rannsóknarsjóðs í sjávarútvegi með það að markmiði að koma á fót einum öflugum matvælasjóði sem styður betur við nýsköpun og þróun í innlendri matvælaframleiðslu. Framleiðnisjóður styður ýmis viðfangsefni önnur en þau er lúta beint að matvælaframleiðslu, t.a.m. uppbyggingu ferðaþjónustu í dreifbýli, námsstyrki til masters­nema á sviði landbúnaðar, skógræktar- og landgræðsluverkefni og mikilvæg framfarverkefni á ýmsum sviðum landbúnaðar, sem ekki koma öll matvælaframleiðslu beint við.“ 
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f