Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Hríma litla fæddist að Hátúni í Skagafirði 3. júní, mánuði fyrir áætlaðan burðardag og var því ósköp lítil og falleg. Helga Sjöfn Helgadóttir í Hátúni segir Hrímu vera ákveðna þótt smá sé, duglega að drekka og mannelska.
Hríma litla fæddist að Hátúni í Skagafirði 3. júní, mánuði fyrir áætlaðan burðardag og var því ósköp lítil og falleg. Helga Sjöfn Helgadóttir í Hátúni segir Hrímu vera ákveðna þótt smá sé, duglega að drekka og mannelska.
Mynd / Helga Sjöfn Helgadóttir
Líf og starf 10. júlí 2024

Sumarkveðja

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Nú þegar lífið kviknar með sumrinu og golan leikur við kinn, skulum við gleðjast, með texta Jóhannesar úr Kötlum í huga og njóta alls þess góða sem fylgir því að vera til.

Sunnan yfir sæinn
Sunnan yfir sæinn breiða
sumarylinn vindar leiða.
Draumalandið himinheiða
hlær - og opnar skautið sitt.
Vorið kemur, heimur hlýnar, hjartað mitt!

Gakk þú út í græna lundinn,
gáðu fram á bláu sundin.
Mundu, að það er stutt hver stundin,
stopult jarðneskt yndi þitt.
Vorið kemur, heimur hlýnar, hjartað mitt!

Allt hið liðna er ljúft að geyma
- láta sig í vöku dreyma.
Sólskinsdögum síst má gleyma,
segðu engum manni hitt.
Vorið kemur, heimur hlýnar, hjartað mitt!

Jólin eru að koma
Líf og starf 5. desember 2025

Jólin eru að koma

Nú fer að líða að hátíð ljóssins og jólasveinanna og því ekki seinna vænna að sk...

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar
Líf og starf 3. desember 2025

Dagur, Björn og Lenka best á Skákþingi Garðabæjar

Skákþingi Garðabæjar lauk á dögunum en mótshaldarinn, Taflfélag Garðabæjar, á um...

Mögnuð vörn í beinni
Líf og starf 1. desember 2025

Mögnuð vörn í beinni

Gaman hefur verið að fylgjast með viðtökum íslenskra briddsunnenda gagnvart nýju...

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga
Líf og starf 28. nóvember 2025

Sefar sorgir annarra en glímir við eigin skugga

Út er komin skáldsagan Sálnasafnarinn eftir Þór Tulinius.